„Blanka af Navarra, Frakklandsdrottning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 17 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q235476
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Trojice Saint Denis.jpg|thumb|right|Blanka drottning með eiginmanni sínum og dóttur - sem ekki stenst þó sögulega því Filippus 6. dó níu mánuðum áður en dóttir hans fæddist.]]
'''Blanka af Navarra''' ([[1331]] – [[5. október]] [[1398]]) (franska: ''Blanche d'Évreux'') var drottning [[Frakkland]]s í skamma hríð um miðja [[14. öld]] sem seinni kona [[Filippus 6. Frakkakonungur|Filippusar 6.]] og síðan ekkjudrottning í nærri hálfa öld.
 
Hún var dóttir [[Jóhanna 2., Navarradrottning|Jóhönnu 2.]], drottningar Navarra, og [[Filippus 3. Navarrakonungur|Filippusar 3.]] konungs. Hún var talin fegursta prinsessa sinnar tíðar og var kölluð „Belle Sagesse“ eða Fagra viska. Upphaflega stóð til að hún giftist [[Pétur Kastilíukonungur|Pétri]], síðar konungi [[Konungsríkið Kastilía|Kastilíu]], en úr varð að hún var heitbundin [[Jóhann 2. Frakkakonungur|Jóhanni]], krónprinsi Frakklands, sem var nýorðinn ekkjumaður. En faðir hans, Filippus 6., hafði einnig misst konu sína í [[Svarti dauði|Svarta dauða]] skömmu fyrr og hann hreifst svo af Blönku að hann giftist henni sjálfur þótt hann væri nærri fjörutíu árum eldri. Hjónabandið var þó skammvinnt, Filippus dó [[22. ágúst]] [[1350]] og var sagt að hann hefði ofreynt sig í hjónasænginni. Í ljós kom að drottningin var þunguð og eignaðist hún dóttur, Jóhönnu, í maí 1351.