„Nytjahænsni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
 
==Saga hænsnaræktar==
Vitað er að í [[Grikkland]]i hið forna|Grikklandi til forna]] og í [[Rómaveldi]] var umtalsverð [[hænsnarækt]]. [[Rómverjar]] tengdu hænsni [[trúarbrögð]]um og [[ræktun|ræktuðu]] í [[hof]]um sínum heilög hænsni. Þeir notuðu hænsnin sem [[spásagnardýr]] og [[fórn]]uðu þeim fyrir stórorrustur. Hænsni voru flutt í búrum með [[stórfylki|stórfylkjum]] [[Rómarher]]s til spáiðkunar og til að fá ferskt fuglakjöt handa [[hermaður|hermönnum]]. Nytjahænur dreifðust þannig um hið víðfeðma Rómarveldi.
 
Nytjahænsni bárust meðal annars til [[Provence]] í [[Frakkland]]i sem á tímum Rómverja var hluti [[Gallía|Gallíu]]. Þar náði hænsnarækt að festa sterkar rætur og er það svæði enn þann dag í dag eitt mesta hænsnaræktarsvæði heims. Haninn varð [[þjóðartákn]] [[Gallar|Galla]] og smám saman þróaðist sú hugmynd að hænsnin væru upprunnin í Gallíu. Á [[miðaldir|miðöldum]] var talað um Gallíufugla og eimir enn eftir af þessum hugmyndum í fræðiheitinu ''Gallus''.
 
Villtu bankívahænsnin eru ekki [[Evrópa|evrópsk]] að uppruna heldur [[Asía|asísk]]. Rætur þeirra liggja á austanverðu [[Indland]]i, [[Búrma]] og [[Indókína]] og þaðan bárust þau vestur á bóginn. Vitað er að fyrir um 3.500 árum voru alihænsni í [[Mesópótamía|Mesópótamíu]] og [[Persía|Persíu]] og að þau bárust til [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafsins]] um [[700 f.Kr.]]
 
Þessi asíski uppruni varð Evrópumönnum ekki ljós fyrr en þeir komu til Indlands og tóku að rannsaka [[skógarskógur|skóga]] landsins. Þar fundu þeir felugjarna hænsnfugla sem voru nákvæmlega eins og evrópsku hænurnar. Menn áttu í fyrstu erfitt með að trúa því að þessar hænur væru þær „upprunalegu“ og héldu að þær hefðu einhvern tímann verið fluttar frá Evrópu og sleppt lausum á Indlandi. Við rannsóknir kom síðan í ljós að svo var ekki.
 
===Hænsnarækt á Íslandi===
Hænsnarækt barst til [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]] löngu áður en [[Ísland]] var numið en barst hingað til lands með [[landnám Íslands|landnámsmönnum]]. Víða í fornum sögnum og ritum koma hænsn við sögu, til dæmis má lesa um hanana Fjalar og Gullinkamb í [[Völuspá]]. Í [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]] er eitthvað minnst á hænur og má þar helst nefna [[Hænsna-Þóris saga|Hænsna-Þóri]] sem ræktaði og seldi hænur.
 
Fáum sögum fer af hænsnarækt fyrr á tímum en í ''[[Ferðabók Eggerts og Bjarna]]'' frá ofanverðri [[18. öld]] er minnst á sérkennilegt svart hænsnakyn. Þetta kyn hélst einangrað í [[Öræfi|Öræfum]]. Þegar [[dr. [[Stefán Aðalsteinsson]] tók að safna saman þessum hænsnfuglum árið [[1974]] til að tryggja [[varðveisla|varðveislu]] þeirra var engin slík hæna þar en nokkrar á afskekktum stöðum á [[Austfirðir|Austfjörðum]].
 
Íslenska hænan þótti ekki henta sem [[varp]]hæna og um miðja [[20. öldin|síðustu öld]] hófst markviss ræktun erlendra tegunda. Sú tegund sem aðallega gefur okkur [[egg]] og [[kjöt]] í dag er upprunnin við [[Miðjarðarhafið]] og kallast „[[hvítur Ítali]]“.