„Otto von Bismarck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
}}
[[Mynd:Hamburg-Bismarck-Denkmal.jpg|thumb|right|Bismarck-Monument, Hamburg]]
'''Otto Eduard Leopold von Bismarck''', fursti og hertogi af [[Lauenburg]], kallaður járnkanslarinn, ([[1. apríl]] [[1815]] – [[30. júlí]] [[1898]]) var einn áhrifamesti [[stjórnmál]]amaður [[Evrópa|Evrópu]] á [[19. öld]]. Hann var forsætisráðherra [[Prússland]]s á árunum [[1862]]–[[1890]] og skipulagði [[Stofnun Þýskalands|sameiningu Þýskalands]] ([[1871]]). Bismarck var kanslari [[Norður-þýska ríkjasambandið|norður–þýska ríkjabandalagsins]] frá [[1867]] og svo kanslari [[Þýska keisaraveldið|sameinaðs Þýskalands]] til frá 1871 til [[1890]].
 
Bismarck var mikill frjálshyggjumaður. Hann lagði megináherslu á réttarfar og efnahagsmál. Hann var brautryðjandi í löggjöf Þjóðverja. Bismarck efldi prússneska herinn til muna. [[Síðara Slésvíkurstríðið|Stríð Prússa við Dani]] hófst árið 1864. Þar fékk Bismarck Austurríkismenn til liðs við sig. Prússar og Austurríkismenn unnu stríðið með afburðum og fengu því hertogadæmin Slésvík og Holstein í hendurnar. [[Stríð Prússa og Austurríkismanna|Styrjöld Prússa við Austurríkismenn]] hófst 1866. Prússar höfðu sigur af hólmi og gerðu friðasamning við Austurríkismenn. Bismarck var hönnuður norðurþýska bandalagsins. Eftir þessa sókn Prússa reittu þeir Frakka til reiði. Frakkar lýstu [[Fransk-prússneska stríðið|stríði]] á hendur Prússa 1870. Prússar gerðu eins og áður, unnu orrustuna og eignuðust því [[Elsass|Alsace]] og hluta af [[Lorraine]]. Áhugi Bismarcks á velferðarmálum dvínaði við aukna stjórn [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Þýskaland)|sósíaldemókrata]]. Bismarck lét af völdum árið 1890 eftir að [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari]] leysti hann frá störfum.