„James D. Watson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:James D Watson Genome Image.jpg|thumb|220px|James D. Watson]]
 
'''James D. Watson''' (fæddur [[6. apríl]] [[1928]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[sameindalíffræði]]ngur, [[erfðafræði]]ngur og [[dýrafræði]]ngur. Hann er frægastur fyrir að hafa uppgötvað byggingu [[DNA]]-sameindarinnar árið [[1953]] ásamt [[Francis Crick]] og [[Rosalind Franklin]]. ÞauWatson, Crick og [[Maurice Wilkins]] hlutu [[Nóbelsverðlaunin]] árið [[1962]] „fyrir uppgötvanir þeirra varðandi sameindagerð [[kjarnsýra]] og merkingu þeirra í millifærslu upplýsinga í lifandi efnum“. Eftir rannsóknir við [[Háskólinn í Chicago|Háskólann í Chicago]] og [[Háskólinn í Indiana|Háskólann í Indiana]] vann hann í [[Cavendish-rannsóknarstofa|Cavendish-rannsóknarstofunni]] við [[Cambridge-háskóli|Cambridge-háskóla]]. Þar kynntist hann Francis Crick samstarfsmanninum sínum.
 
Árið [[1956]] varð hann rannsóknarmaður í líffræðideildinni við [[Harvard-háskóli|Harvard-háskóla]] en þar vann hann til [[1976]] í rannsóknum á sameindalíffræði. Frá [[1988]] til [[1992]] vann Watson í samstarfi við [[National Institutes of Health]] og tók þátt í stofnun [[Human Genome Project]]. Watson hefur skrifað margar vísindabækur, þar á meðal ''The Molecular Biology of the Gene'' (1965) og vinsælu bókina ''[[The Double Helix]]'' (1968) um uppgötvun byggingu DNA.