„George Armstrong Custer“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Persóna | nafn = George Armstrong Custer | búseta = | mynd = Custer Bvt MG Geo A 1865 LC-BH831-365-crop.jpg | myndastærð = 220px | myndatexti...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
| undirskrift = George Armstrong Custer signature.svg
}}
'''George Armstrong Custer''' (5. desember 1839 – 25. júní 1876) var [[Bandaríkin|bandarískur]] herforingi og riddaraliðsforingi sem barðist í [[Þrælastríðið|þrælastríðinu]] og [[Indíánastríðin|Indíánastríðunum]]. Custer ólst upp í [[Michigan]] og [[Ohio]] og gekk í bandaríska hernaðarháskólann í [[West Point]] árið 1857. Hann útskrifaðist þaðan með lægstu einkunn í sínum bekk árið 1861. Þegar [[bandaríska borgarastyrjöldin]] braust út var Custer kvaðinn í sambandsher norðurríkjanna.
 
Custer gat sér góðan orðstír í stríðinu. Hann tók þátt í fyrsta meiriháttar bardaganum, [[Fyrsta orrustan við Bull Run|fyrstu orrustunni við Bull Run]], þann 21. júlí árið 1861, nærri [[Washington (borg)|Washington]]. Custer komst í kynni við marga mikilvægustu foringja stríðsins og sannaði að hann var mjög hæfur riddaraliðsforingi. Custer var gerður að fylkishershöfðingja þegar hann var 23 ára, tæpri viku fyrir [[Orrustan við Gettysburg|orrustuna við Gettysburg]], þar sem Custer leiddi sjálfur riddaraliðssveitir sem komu í veg fyrir að riddaraliðssveitir [[Suðurríkjasambandið|Suðurríkjanna]] kæmu aftan að sambandshernum.<ref>Tom Carhart, ''Lost Triumph: Lee's Real Plan at Gettysburg and Why It Failed''. (New York: G. P. Putnam & Sons, 2003), bls. 240.</ref> Custer særðist í [[Orrustan við Culpeper-dómshúsið|orrustunni við Culpeper-dómshúsið]] í [[Virginía (fylki)|Virginíu]] þann 13. september 1863. Árið 1864 var Custer sæmdur annarri stjörnu og gerður stórhershöfðingi. Í lok Appomatox-herfararinnar var Custer viðstaddur þegar [[Robert E. Lee]] hershöfðingi gafst upp fyrir [[Ulysses S. Grant]] hershöfðingja sambandshersins þann 9. apríl 1865.