„Amerigo Vespucci (skólaskip)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Amerigo_Vespucci,_Akershus_Festning,_Norway.jpg|thumb|right|''Amerigo Vespucci'' í höfninni í Osló 2005.]]
'''''Amerigo Vespucci''''' er [[hásiglt skip|hásiglt]] [[skólaskip]] í eigu [[Ítalski flotinn|ítalska flotans]] með heimahöfn í [[La Spezia]] á [[Ítalía|Ítalíu]]. Skipið var smíðað fyrir [[konunglegi ítalski flotinn|konunglega ítalska flotann]] og hleypt af stokkunum árið 1931. Systurskip þess, ''[[Cristoforo Colombo (skólaskip)|Cristoforo Colombo]]'', var sjósett 1928. Hönnun skipanna byggðist á [[línuherskip]]um 18. aldar. Ítalski flotinn notaði skipin til 1943. Eftir [[Síðari heimsstyrjöld]] var ''Cristoforo Colombo'' afhent [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] sem stríðsskaðabætur. Það hætti siglingum skömmu síðar og eyðilagðist í eldi 1963.
 
Ef frá eru skilin ár [[síðari heimsstyrjöld|síðari heimsstyrjaldar]] hefur ''Amerigo Vespucci'' verið notað sem skólaskip fyrir þjálfun [[kadett]]a frá upphafi til dagsins í dag. Skipið siglir aðallega við Evrópu en hefur tekist á hendur lengri ferðir til Ameríku og um Kyrrahafið. Árið 2002 fór það í hnattsiglingu. Skipið tekur oft þátt í skrúðsiglingum og siglingamótaröðinni [[Tall Ships' Races]].