„Teygjustökk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Teygjustökk við Viktoríufossa á landamærum Sambíu og Simbabve. '''Teygjustökk''' felst í því að stökkva fram af hárri brún m...
 
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Teygjustökk''' felst í því að stökkva fram af hárri brún með fætur bundna við sterka [[teygja|teygju]]. Oftast er stokkið fram af byggingum, brúm eða krana, en líka er stokkið frá hlutum sem geta svifið yfir jörðinni eins og [[loftbelgur|loftbelgjum]] og [[þyrla|þyrlum]]. Teygjustökkvarinn upplifir [[frjálst fall]] þar til teygjan tekur við og hann skýst upp á við, fellur aftur og þannig koll af kolli þar til [[hreyfiorka]]n er búin.
 
[[Landdýfingar]] þekkjast frá alda öðli sem [[vígsluathöfn]] fyrir unga menn á [[Hvítasunnueyja|Hvítasunnueyju]] á [[Vanúatú]] en ólíkt nútímateygjustökki snerta dýfingarmennirnir jörðina. Nútímateygjustökk hófst árið 1979 þegar tveir félagar í [[Dangerous Sports Club]] við [[Oxford-háskóli|Oxford-háskóla]] stukku fram af [[Clifton-hengibrúin|Clifton-hengibrúnni]] í [[Bristol]] á Englandi. Innblásturinn kom frá vígsluathöfninni á Vanúatú. Þeir endurtóku leikinn og stukku fram af nokkrum frægum brúm meðan sjónvarpsstöðvar sendu út frá atburðinum. Skipulagt teygjustökk fyrir almenning hófst 1986 þegar nýsjálendingurinn [[A. J. Hackett]] hóf að þróa aðferðir til að gera teygjustökkið öruggara.
 
{{stubbur}}