„Saga Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 5.23.86.248 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 193.4.142.106
Lína 177:
Annar ungur menntamaður sem hafði kynnst lútherskunni í Þýskalandi var [[Gissur Einarsson]]. Árið 1539 valdi Ögmundur hann sem eftirmann sinn en sá brátt eftir því, þegar skoðanir Gissurar komu berlega í ljós. Vorið [[1541]] komu svo danskir hermenn undir stjórn [[Christoffer Huitfeldt]] til landsins, handtóku Ögmund og fluttu hann með sér út en aðhöfðust ekkert gegn Jóni Arasyni og var Ísland því skipt milli mótmælenda og [[kaþólska|kaþólskra]] næstu árin. Það var ekki fyrr en eftir dauða Gissurar [[1548]], þegar Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Norðurlöndum, fór á stúfana og reyndi að leggja Ísland allt undir sig og koma á kaþólsku að nýju sem tekið var í taumana. Jón og synir hans tveir voru handteknir og teknir af lífi í Skálholti [[7. nóvember]] [[1550]]. Eru [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptin]] oftast miðuð við þann dag þótt þau hafi orðið í Skálholtsbiskupsdæmi átta árum fyrr.
 
Við siðbreytingu fluttust allar eigur kirkjunnar í hendur Danakonungs og ítök og áhrif Dana jukust til muna hér á landi, ekki síst í verslunarmálum, og lauk þeirri þróun með tilkomu [[einokunarverslun]]arinnar [[1602]]. Margt annað breyttist við siðaskiptin. Löggjöf varð strangari og árið [[1564]] gekk í gildi svonefndur [[Stóridómur]], sem var ströng löggjöf í siðferðismálum.<ref>Már Jónsson. „Hvað er Stóridómur?“. Vísindavefurinn 23. ágúst 2004. http://visindavefur.is/?id=4476. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830 þegar þeim var hætt. Konum var jafnan drekkt og karlar hálshöggnir.<ref>[http://www.visir.is/g/2018180729491 Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga] Vísir.is, skoðað 25. júlí 2018.</ref>
 
Eitt meginatriðið í því að breiða út hinn nýja sið var að gera guðsorðið aðgengilegt á íslensku. Jón Arason hafði flutt fyrstu prentsmiðjuna til landsins um [[1530]] en þegar [[Guðbrandur Þorláksson]] varð biskup [[1571]] hljóp vöxtur í [[bókaútgáfa|bókaútgáfu]], þó fyrst og fremst guðsorðabóka, og árið [[1586]] kom út [[Guðbrandsbiblía]], fyrsta biblíuþýðingin á íslensku.