„William Pitt eldri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
|undirskrift = William Pitt, 1st Earl of Chatham Signature.svg
}}
'''William Pitt, fyrsti jarlinn af Chatham''', (15. nóvember 1708 – 11. maí 1778) var breskur stjórnmálamaður úr röðum [[Viggar (Bretland)|Vigga]] sem var tvisvar [[Forsætisráðherra Bretlands|ríkisstjórnarleiðtogi]] [[Konungsríkið Stóra-Bretland|Bretland]]s á miðri 18. öld. Hann er ýmist kallaður Pitt af Chatham eða William Pitt eldri til að greina hann frá syni sínum, [[William Pitt yngri]], sem var einnig forsætisráðherra. Pitt var einnig kallaður „alþýðumaðurinn mikli“ þar sem hann neitaði í mörg ár, til ársins 1766, að þiggja aðalstitil.
 
Pitt var óformlegur leiðtogi bresku ríkisstjórnarinnar frá 1756 til 1761 (með stuttu hléi árið 1757) í [[Sjö ára stríðið|sjö ára stríðinu]]. Hann var aftur ríkisstjórnarleiðtogi og innsiglisstjóri frá 1766 til 1768. Pitt var framúrskarandi ræðumaður. Hann var í stjórnarandstöðu mikinn hluta ferils síns og var þekktur fyrir harðsvíruga gagnrýni sína gegn stjórnvöldum, þar á meðal fyrir spillingu [[Robert Walpole|Roberts Walpole]] á fjórða áratugnum, greiðslu til konungsfjölskyldunnar á fimmta áratugnum, frið við Frakkland á sjöunda áratugnum og harðlínustefnu gegn amerískum nýlendubúum á áttunda áratugnum.<ref>Jeremy Black, "William Pitt the Elder" (1998)</ref>