Munur á milli breytinga „Katrín af Medici“

ekkert breytingarágrip
m (Removing Link GA template (handled by wikidata))
 
Katrín reyndi að miðla málum og halda friðinn og [[1563]] var gert [[vopnahlé]] sem stóð til [[1567]]. Þótt Karl 9. væri lýstur lögráða og tæki að nafninu til við völdum 1563 hafði hann lítinn áhuga á að stýra landinu og Katrín hélt áfram um stjórnartaumana. Hún vildi efla tengsl krúnunnar við þegnanna og hélt því ásamt konunginum og hirðinni í ferðalag um Frakkland sem stóð frá því í janúar 1564 fram í maí 1565.
[[Mynd:Bemberg Fondation Toulouse - Portrait de Charles IX - François Clouet 005- Inv.1012.jpg|thumb|left|Karl 9., nýtekinn við ríkjum.]]
== Bartólómeusarvígin ==
Vopnahlé var gert að nýju árið 1570 og hluti af vopnahléssamkomulaginu var að [[Hinrik]], krónprins [[Konungsríkið Navarra|Navarra]] og einn af helstu leiðtogum húgenotta, skyldi giftast [[Margrét af Valois|Margréti]], yngstu dóttur Katrínar sem upp komst. Hinrik var jafnframt sá sem stóð næstur til að erfa frönsku krúnuna ef engum af sonum Katrínar yrði sonar auðið.
108

breytingar