Munur á milli breytinga „Gustav Stresemann“

ekkert breytingarágrip
Stresemann tók við völdum sem kanslari Þýskalands árið 1923 á mjög erfiðum tíma fyrir þýsku þjóðina. Ríkisstjórn Stresemanns var [[þjóðstjórn]] margvíslegra hófsemisflokka sem bæði vildu forðast [[Fasismi|fasisma]] og [[Kommúnismi|kommúnisma]], en slíkar öfgastefnur nutu æ meiri vinsælda vegna dræms efnahagsástandsins. Stresemann hélt þá stefnu að Þjóðverjar skyldu gangast við ábyrgð á [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]] og greiða þær skaðabætur sem [[Versalasamningurinn]] hafði kveðið á um.<ref name="dauði">{{cite news|title=Dauði Stresemanns|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5950979|publisher=''[[Stefnir]]'' | date=1. desember 1929}}</ref> Með því að fullvissa Frakka um að Þjóðverjar myndu greiða stríðsskaðabæturnar tókst Stresemann að binda enda á [[hernám Frakka á Ruhr-héraði]]. Til þess að reyna að binda enda á [[Verðbólga í Weimar-lýðveldinu|verðbólguna í Weimar-lýðveldinu]] kynnti Stresemann auk þess nýjan gjaldmiðil, þýska rentenmarkið, sem notað var til ársins 1924.
 
Stjórn Stresemanns entist ekki lengi og hann var neyddur frá völdum eftir minna en ár. Hann varð utanríkisráðherra í ríkisstjórn eftirmanns síns og gegndi því embætti til dauðadags. Eitt fyrsta afrek hans sem utanríkisráðherra var gerð [[Dawes-áætlunin|Dawes-áætlunarinnar]], sem létti nokkuð á skaðabótabyrði Þjóðverja. Á embættistíð sinni var Stresemann líka einn helsti hvatamaðurinn að [[Locarno-sáttmálinn|Locarno-sáttmálanum]] og kom Þýskalandi inn í [[Þjóðabandalagið]].<ref name="dauði"/> Í Locarno-sáttmálanum viðurkenndu Þjóðverjar formlega vestanverð landamæri sín eins og þau höfðu verið skilgreind í Versalasamningnum og gáfu Frökkum og Belgum gagnkvæmt loforð um að fara ekki í stríð hver við annan. Stresemann skrifaði einnig undir Kellog[[Kellogg-Briand-sáttmálinn|Kellogg-Briand-sáttmálann]] árið 1928, en í þeim sáttmála féllust aðildarþjóðir á að gera árásarstríð ólögleg samkvæmt alþjóðalögum.
 
Framtök Stresemanns bættu mjög samskipti Þjóðverja við alþjóðasamfélagið. Afrek hans leiddu þó ekki til langvarandi friðar því hann lést fyrir aldur fram eftir langvinnan heilsubrest árið 1929. Samskipti Þjóðverja við nágranna sína versnuðu mjög eftir dauða hans og fyrirheitin um friðsamlega sambúð við hin Evrópuveldin urðu að engu með valdatöku [[Nasistar|nasista]] aðeins fjórum árum síðar.