„Horatio Nelson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
'''Horatio Nelson, fyrsti vísigreifinn af Nelson''' (29. september 1758 – 21. október 1805) var flotaforingi í [[Konunglegi breski sjóherinn|breska konungsflotanum]]. Hann var rómaður fyrir leiðtogahæfni sína, herkænsku og frumleika sem gerðu honum kleift að vinna marga frækna sigra í sjóorrustum, sérstaklega í [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]]. Hann særðist nokkrum sinnum á vígvellinum: Hann missti sjónina á öðru auga í [[Korsíka|Korsíku]] og mestallan hægri handlegginn í misheppnaðri tilraun til að hertaka [[Santa Cruz de Tenerife]]. Hann var skotinn til bana eftir að hafa unnið sinn hinsta sigur í [[Orrustan við Trafalgar|orrustunni við Trafalgar]] árið 1805.
 
==Æviágrip==
Nelson fæddist inn í sæmilega efnaða fjölskyldu í Norfolk og gekk í sjóherinn undir leiðsögn frænda síns, Maurice Suckling, sem sjálfur var hátt settur sjóliði. Hann kleif metorðastigann fljótt og vann með mörgum helstu sjóliðsforingjum síns tíma áður en hann varð sjálfur foringi árið 1778. Hann vann sér inn góðan orðstír vegna hugrekkis síns og herkænsku en var oft veikur og atvinnulaus eftir lok [[Bandaríska frelsisstríðið|bandarísku byltingarinnar]]. Byrjun [[Frönsku byltingarstríðin|frönsku byltingarstríðanna]] gerði Nelson kleift að snúa aftur í flotann, þar sem hann var sérlega virkur á [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafinu]]. Hann barðist í ýmsum minniháttar bardögum við Toulon og tók þátt í hertöku Breta á Korsíku. Árið 1797 vakti Nelson mikla athygli sem skipstjóri HMS ''Captain'' í orrustunni við Sankti Vincent-höfða.