„Átta helstu iðnríki heims“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:G8countries.png|thumb|G8 löndin]]
'''Átta helstu iðnríki heims''' eða '''G8''' ('''Group of Eight''') voru samtök átta af [[Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)|stærstu efnhagsveldum heims]]. Aðilar að samtökunum voru [[Bandaríkin]], [[Bretland]], [[Frakkland]], [[Ítalía]], [[Japan]], [[Kanada]], [[Rússland]] og [[Þýskaland]]. Samanlagt mynda þessi lönd 65% af [[hagkerfi heimsins]]. Þekktasta starfsemi G8 fólst í hinum árlega fundi leiðtoga ríkjanna en einnig voru haldnir margir minni fundir.
 
G8 var ekki formleg [[alþjóðastofnun]] með höfuðstöðvar eða eigið starfsfólk heldur skiptust aðildarríkin á að fara með forsæti í samtökunum eitt ár í senn og tóku þá jafnframt að sér að hýsa þá fundi sem haldnir voru á vegum þeirra, þar á meðal þriggja daga leiðtogafund um mitt árið. Á fundunum var fjallað um efnahagsmál, alþjóðastjórnmál, hernaðarmál, löggæslu, umhverfismál og hvað annað sem skipti máli í alþjóðlegu samhengi.
 
Upphaf G8-samstarfsins má rekja til þess að [[forseti Frakklands]], [[Valéry Giscard d'Estaing]] bauð leiðtogum 6 stærstu iðnríkjanna til fundar í Frakklandi árið [[1975]] og lagði til að slíkir fundir yrðu haldnir árlega, sá félagsskapur var kallaður '''G6'''. [[1976]] varð '''G7''' til með þátttöku Kanada. Eftir lok [[kalda stríðið|kalda stríðsins]] fór Rússland smátt og smátt að taka meiri þátt í starfi samtakanna og varð fullgildur meðlimur [[1997]]. Rússlandi var vísað úr hópnum árið 2014 eftir innlimun Rússa á [[Krímskagi|Krímskaga]]. Síðan þá hefur hópurinn verið þekktur sem [[Sjö helstu iðnríki heims]] eða [[G7]].
 
== Tenglar ==