„Evrópukeppni bikarhafa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Evrópukeppni bikarhafa''' (e. ''UEFA Cup Winners' Cup'') var keppni í [[knattspyrna|knattspyrnu]]. Fyrsta keppnin var haldin 1960-61 sú síðasta 1998-99. Eins og nafnið gefur til kynna var keppnin ætluð sigurvegurum í bikarkeppnum landa Evrópu. Í dag öðlast bikarmeistarar hins vegar þátttökurétt í [[Evrópudeild UEFA]]. Spænska stórliðið [[FC Barcelona]] var sigursælasta liðið í sögu keppninnar með fjóra meistaratitla.
 
==Keppnisfyrirkomulag==
Í nærri fjörutíu ára sögu keppninnar var alla tíð notast við sama keppnisfyrirkomulag: útsláttarkeppni þar sem félög mættust bæði heima og heiman. Undantekning frá þessu var úrslitaleikurinn sem haldinn var á hlutlausum velli, nema fyrsta árið þar sem leikinn var tvöfaldur úrslitaleikur. Keppnin hófst yfirleitt í september ár hvert og lauk í maímánuði.
 
Þátttökuliðin voru bikarmeistararnir frá hverju landi, en að auki gafst ríkjandi meisturum færi á að verja titil sinn, svo fremi að viðkomandi lið hefði ekki tryggt sér sæti í [[Evrópukeppni meistaraliða]]. Engu liði í sögu keppninnar tókst þó að verja titilinn.
 
{{Stubbur|knattspyrna}}