„Klemens von Metternich“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Eitt fyrsta verkefni hans sem utanríkisráðherra var að semja um vopnahlé við Frakka gegn því að [[Marie-Louise af Austurríki|Marie-Louise]] erkihertogaynja yrði gift [[Napóleon Bónaparte]]. Stuttu síðar stóð hann fyrir því að Austurríki gekk inn í [[Sjötta bandalagsstríðið|sjötta bandalagsstríðið]] með bandamönnum gegn Frakklandi, undirritaði Fontainbleau-sáttmálann sem neyddi Napóleon í útlegð og gerðist fulltrúi Austurríkismanna á [[Vínarfundurinn|Vínarfundinum]] þar sem Evrópu var skipt milli sigurvegara [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjaldanna]]. Fyrir þjónustu sína í þágu austurríska keisaradæmisins fékk Metternich furstatign í október 1813. Undir leiðsögn hans gekk Austurríki í bandalag við [[Rússneska keisaradæmið|Rússland]] og, í minni mæli, [[Prússland]]. „Metternich-kerfið“, þar sem alþjóðafundir á borð við Vínarfundinn voru haldnir reglulega, var sett á fót. Þetta var hápunktur austurrískra áhrifa á alþjóðasviðinu en áhrif Metternich döluðu smám saman eftir þetta. Heima við var Metternich ríkiskanslari frá 1821 til 1848 á valdatíðum [[Frans II (HRR)|Frans 1.]] og [[Ferdinand 1. Austurríkiskeisari|Ferdinands 1.]] keisara. Eftir stutta útlegð til London, Brighton og Brussel sneri Metternich aftur til hirðarinnar í Vín árið 1851 og gerðist ráðgjafi [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósefs]] keisara. Metternich hafði þá lifað lengur en flestir aðrir stjórnmálamenn sinnar kynslóðar og lést árið 1859, þá 86 ára.
 
Metternich hefur bæði verið gagnrýndur og lofsamaður fyrir stefnumál sín. Aðdáendur hans benda á að hann hafi verið við stjórn „[[Evrópska hljómkviðan|evrópsku hljómkviðunnar]]“ þar sem alþjóðasamskipti komu í veg fyrir meiriháttar stríð í Evrópu.<ref>Okey, Robin (2001). The Habsburg monarchy, c. 1765–1918. Macmillan, bls. 75–76.</ref> Bent er á hæfileika hans sem ríkiserindreka og á hve miklu hann náði fram þrátt fyrir lélega samningsstöðu. Gagnrýnendur Metternich líta frekar á hann sem þrjóskan afturhaldssegg sem hafi ríghaldið í illa ígrundaða íhaldsstefnu vegna hégómleika síns og oflátsoflætis.<ref>Sked, Alan (1983). "Metternich". History Today. 33 (6).
Bls. 43.</ref> Hann hafi ekki gert nóg til að tryggja framtíð Austurríkis og andóf hans gegn þýskri [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] hafi leitt til þess að Þýskaland [[Stofnun Þýskalands|sameinaðist að endingu]] í kringum [[Prússland]] en ekki Austurríki. Aðrir sagnfræðingar hafa bent á að hann hafi ekki haft svo mikil völd og að hann hafi aðeins getað komið sínum stefnumálum í framkvæmd þegar þau geðjuðust einveldi [[Habsborgarar|Habsborgara]].