Munur á milli breytinga „Austurríki“

 
=== Spænska og austurríska erfðastríðin ===
[[Mynd:Maria Theresia10.jpg|thumb|María TeresíaTeresa. Málverk eftir Martin van Meytens.]]
Árið [[1701]] hófst [[spænska erfðastríðið]]. Ýmsir gerðu tilkall til spænsku krúnunnar við andlát [[Karl 2. Spánarkonungur|Karls II]]. konungs, en hann var síðasti erfingi spænsku Habsborgaranna. [[Jósef I (HRR)|Jósef I.]] keisari gerði tilkall til krúnunnar fyrir hönd Austurríkis, en eftir mikla bardaga hlaut Filippus V. frá Frakklandi hnossið. Stríðinu lauk með friðarsáttmálanum í [[Utrecht]] [[1713]]. Eftir fleiri Tyrkjastríð [[1714]]-[[1718|18]] lagði Austurríki undir sig landsvæði í norðurhluta [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu]] og [[Serbía|Serbíu]] og nokkur fleiri.
 
Habsborgaraveldið náði því mestri útbreiðslu sinni eftir að Spánn var skilinn frá. Árið [[1711]] tók [[Karl VI (HRR)|Karl VI.]] við sem keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis. Honum var strax ljóst að hann yrði síðasti Habsborgarinn í karllegg og hafði áhyggjur af framtíð Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis. Því bjó hann til nýja [[stjórnarskrá]] fyrir keisaradæmið, en í henni kvað svo á að keisaraembættið mætti erfast til dætra í Austurríki. Karl lést [[1740]]. Sökum þess að engin önnur lönd innan hins heilaga rómverska keisaradæmis, né heldur kjörfurstarnir, viðurkenndu stjórnarskrá Karls VI um erfðir kvenna, braust út stríð um krúnu Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis.
 
[[Friðrik 2. Prússakonungur|Friðrik mikli]] Prússakonungur réðst inn í Sílesíu og hertók landsvæðið. Hann gerði bandalag við kjörfurstann af Bæjaralandi, sem í kjölfarið var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis sem [[Karl VII (HRR)|Karl VII]]. Prússar, Bæjarar og Frakkar börðust gegn Austurríki en Englendingar og Hollendingar veittu Austurríkismönnum mikinn stuðning. Karl VII. lést [[1745]] og þá var leiðin greið fyrir elstu dóttur Karls VI., [[María TeresíaTeresa|Maríu TeresíuTeresu]]. Hún var krýnd sem erkihertogaynja af Habsborg og drottning Ungverjalands, en eiginmaður hennar, [[Frans I (HRR)|Frans I]]., var krýndur sem keisari ríkisins. Enn var þó barist í stríðinu til [[1748]]. [[Sjö ára stríðið]] [[1756]]-[[1763|63]] breytti engu um Sílesíu eða önnur landamæri Austurríkis.
 
=== Evrópumál ===