Munur á milli breytinga „Austurríki“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 2 árum
=== Serbíukrísan ===
[[Mynd:Gavrilo Princip assassinates Franz Ferdinand.jpg|thumb|Morðið á krónprinsinum Frans Ferdinand og eiginkonu hans]]
[[1878]] hertók Austurríki alla Bosníu og Hersegóvínu, en þau lönd höfðu tilheyrt Tyrkjum. [[1908]] voru þau innlimuð Austurríki. Meðan Frans Jósef keisari reyndi að meðhöndla þegna sína hvarvetna í ríkinu á grundvelli jafnréttis, leyndi ríkisarfinn, Frans Ferdinand, ekki skoðunum sínum um að Slavar og Ungverjar væru annars flokks þegnar. [[1914]] heimsóttu hann og eiginkona hans borgina [[Sarajevó]] í Bosníu. Mörgum þjóðernissinnum þar í borg, sem vildu sameina Suður-Slava í eitt ríki, fannst heimsókn þessi ögrun og þegar Frans Ferdinand og kona hans óku gegnum Sarajevó þann [[28. júní]] skaut Gavrilo Princip, serbneskur þjóðernissinni, þau til bana Austurríkismenn urðu æfir. Stjórnin kenndi ríkisstjórn Serbíu um verknaðinn. [[23. júlí]] setti Austurríki stjórn Serbíu úrslitakosti sem þeir síðarnefndu gátu ekki uppfyllt að öllu leyti. Eftir að keisari ÞýskalabdsÞýskalands hafði staðfest stuðning við Austurríki, lýsti Austurríki stríði á hendur Serbum [[28. júlí]]. Þar með hófst [[heimstyrjöldin fyrri|heimsstyrjöldin fyrri]].
 
=== Heimstyrjöld ===