„Alfred Russel Wallace“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
flokkun
Míteró (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Alfred-Russel-Wallace-c1895.jpg|thumbnail|Alfred Russel Wallace.]]
[[Mynd:Map of Sunda and Sahul 2.png|thumbnail|Wallacelínan sýnir skil milli mismunandi tegunda.]]
'''Alfred Russel Wallace''' ( fæddur 8. janúar 1823, dáinn 7. nóvember 1913) var [[Bretland|breskur]] náttúrufræðingur og landkönnuður. Hann er best þekktur fyrir framlag sitt til [[þróunarkenningin|þróunarkenningarinnar]]. Wallace fæddist í [[Wales]], sjöundi af níu systkinum. Sem ungur maður fékk hann áhuga á náttúrunni; safnaði [[skordýr]]um og las um náttúrusögu. Hann var af fátæku fólki og hafði einkum tekjur af að selja framandleg sýni náttúrugripa.
 
Wallace dvaldist í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] árin 1848-52 og rannsakaði dýra- og plöntulíf á vatnasvæðum [[Amazon]] og [[Rio Negro]]. Á leiðinni heim til [[England]]s brann skip hans í hafi og glataðist með því nær allt sem hann hafði safnað í leiðangrinum. Hann var tryggður fyrir tapinu og notaði féð til að fara leiðangur til [[Malajaeyjar|Malajaeyja]] ([[Indónesía]], [[Malasía]], [[Filippseyjar]] og [[Nýja Gínea]]) í [[Asía|Asíu]] árin 1854-1862. Hann tók þar eftir áberandi skilum í dýralífi á eyjunum. Á hinum vestari var dýralíf líkt og á meginlandi Suðaustur-Asíu en austar tók við lífheimur [[Eyjaálfa|Eyjaálfu]]. Skilin sem liggja milli [[Borneó]] og [[Balí]] í vestri og [[Súlavesí|Celebes]] og [[Lombok]] í austri eru nú við hann kennd og kölluð [[Wallacelínan]]. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4257966] Þróun tegundanna. Tilraun til samantektar á hugmyndum manna fyrr og nú. Örnólfur Thorlacius. Náttúrufræðingurinn. 1999.</ref> Wallace hafði einnig tekið eftir skilum milli mismunandi [[apaköttur|apakatta]] í Amasón milli þveráa [[Amasónfljót]]s.