„Pjotr Stolypín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 45:
Stolypin var loks myrtur árið 1911. Hann var staddur ásamt Nikulási keisara í [[Kænugarður|Kænugarði]] við afhjúpun á minnisvarða til heiðurs [[Alexander 2. Rússakeisari|Alexander 2. Rússakeisara]].<ref name=austri/><ref name=ísafold>{{Cite news |title=Banatilræði við Stolypin, yfirráðherrann rússneska |date=30. september 1911 |accessdate=8. maí 2018|publisher=''[[Ísafold (1874)|Ísafold]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3950075}}</ref> Stolypin og keisarinn voru viðstaddir leiksýningu í óperuhúsi borgarinnar þann 14. september þegar Dmítrí Bogrov, rússneskur lögfræðingur í þjónustu leynilögreglu keisarans, gekk upp að Stolypin og skaut á hann tveimur skotum. Skotin hæfðu Stolypin í brjóstkassann og vinstri handlegginn. Stolypin lést fjórum dögum síðar.
 
Bogrov var hengdur tíu dögum eftir morðtilræðið. Rannsókninni á morðinu var hætt af tilskipun keisarans. Þetta hefur leitt til samsæriskenninga um að Stolypin hafi ekki verið myrtur af undirlagi vinstrisinnaðra byltingarmanna, heldur hafi íhaldsmenn komið honum fyrir kattarnef af ótta við umbætur hans og áhrif hans á keisarann. Þetta hefur þó aldrei verið sannað. Stolypin var grafinn í Kænugarði.<ref>O. Figes (1996) ''A People's Tragedy. The Russian Revolution 1891-1924'', bls. 223.</ref>
 
==Tilvísanir==