„Steypireyður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
m reyður er kvenkynsorð
Lína 24:
}}
 
'''Steypireyður''' ([[fræðiheiti]]: ''Balaenoptera musculus''), einnig kallaðurkölluð '''bláhvalur''' er [[Skíðishvalir|skíðishvalur]] og er tegund í ættkvíslinni ''Balaenoptera'' ([[reyðar]]). Þeir eru hluti af ættinni [[reyðarhvalir]] (''Balaenopteridae'') sem má finna í öllum heimshöfum.
 
== Lýsing ==
Steypireyður er stærsta [[spendýr]] jarðar og stærsta dýrategund sem hefur lifað á jörðinni<ref>Jón Már Halldórsson. „Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?“. Vísindavefurinn 9.2.2005. http://visindavefur.is/?id=4747. (Skoðað 15.4.2009).</ref>. FullvaxnirFullvaxnar geta steipireiðir orðið rúmlega 30 [[metri|metrar]] að lengd. Hún getur orðið allt að 150 [[tonn]] á þyngd og allt að 200 tonn þegar hún gengur með [[afkvæmi]].
 
Steypireyður er straumlínulaga með fremur smá bægsli en stórt höfuð hennar er nær fjórðungi af heildarlengd. Hvalurinn er blágrár nema neðanverð bægslin sem eru hvít. Misgráir litatónar mynda óreglulegt munstur um allan skrokkinn. Greinilega má sjá litamun á einstaklingum.
 
Meðgöngutími steypireyða er rúmlega 11 mánuðir og langalgengast er að steypireyðar[[kýr]]in gangi með einn [[kálfur|kálf]] í einu, þó stöku sinnum sjáist til steypireyðar með tvo kálfa. Um 2-3 ár líða á milli [[burður|burða]] hjá hverri steypireyði. Við fæðingu eru steypireyðarkálfar 7-8 metrar að lengd og um 2 tonn á þyngd. Kálfarnir vaxa hratt og þyngjast um u.þ.b. 90 [[kg]] á sólarhring, enda drekka þeir um 300 [[lítri|lítra]] af mjólk á dag. Kálfarnir eru á spena í 6 til 8 mánuði. Að þeim tíma loknum eru þeir orðnir um 16 metra langir.
 
Talið er að steypireyðar geti náð um 80-90 ára aldri.
Lína 39:
== Útbreiðsla og hegðun ==
[[Mynd:Blue Whale 002 noaa blow.jpg|thumbnail|vinstri|300 px|Blástur steypireyðar]]
Steypireyðar lifa í öllum heimshöfum og má finna bæði á úthafi og strandsvæðum. Oftast sjást hvalirnir einir á ferð að sumarlagi eða tveir til þrír saman. HannSteypireyður syndir afar hratt eða um 33 kílómetra á klukkustund á fartímanum.<ref>Yochem og Leatherwood, 1985</ref> Steypireyður kafar yfirleitt ekkisjaldan dýpra en um 200 metra og oftast ekki dýpra en um 16 metra. Hvalirnir eru iðulega í kafi í upp undir hálftíma og dæmi eru um allt að 50 mínútna köfun.<ref>Tomilin, 1957</ref>
 
Steypireyður lifir á [[svif|svifi]] og étur um 4 tonn af því á dag. Hún gerir það með því að gleypa mikinn sjó og spýta honum út úr sér aftur í gegnum [[Skíði (hvalir)|skíðin]]. Á skíðunum eru hár sem svifið festist í og verður þannig eftir í munni steypireyðarinnardýrsins. Að lokum kyngir hún svifinu. Sennilega éta hvalirnir mikinn hluta ársneyslu sinnar á 4 til 6 mánuðum á sumrin.
 
== Veiðar og fjöldi ==