Munur á milli breytinga „Enrique Peña Nieto“

ekkert breytingarágrip
Fyrstu fjögur ár sín í embætti braut Peña Nieto upp [[Einokun|einokunarhringi]], gerði orkuiðnað Mexíkó frjálslyndari, kom á umbótum í menntakerfinu og nútímavæddi fjármálaeftirlit ríkisins.<ref>{{Cite news|url=https://www.washingtonpost.com/opinions/how-mexicos-president-may-have-rescued-his-country/2016/10/14/5154235a-8ff1-11e6-9c52-0b10449e33c4_story.html|title=How Mexico’s president may have rescued his country|last=Tepperman|first=Jonathan|date=14. október 2016|work=Washington Post|access-date=4. júlí 2018|language=en-US|issn=0190-8286}}</ref>
 
Á embættistíð Peña Nieto varð hins vegar pólitísk pattstaða í Mexíkó til þess að spilling, glæpatíðni og eiturlyfjasala versnaði í landinu. Peña Nieto skrifaði undir „sáttmála fyrir Mexíkó“ (''Pacto por México'') ásamt leiðtogum annarra mexíkóskra stjórnmálaflokka til þess að mýkja á deilum milli flokkanna og hvetja til þess að unnið yrði saman að þverpólitískum frumvörpum. Efnahagsumbætur Peña Nieto liðu fyrir heimskreppuna og lækkun á olíuverði í byrjun annars áratugs 21. aldar og stuðningur við hann beið hnekki. Léleg meðhöndlun Peña Nieto á mannráni mexíkóskra lögreglumanna á 43 skóladrengjum í Iguala árið 2014 og á flótta eiturlyfjabarónsins [[Joaquín Guzmán Loera|Joaquíns „El Chapo“ Guzmán]] úr fangelsi árið 2015 gerði hann enn óvinsælli.
 
Mat á forsetatíð Peña Nieto hefur verið fremur misjafnt. Gagnrýnendur hans hafa bent á ýmis misheppnuð stefnumál hans og léleg tengsl hans við almenning en stuðningsmenn hans á aukna keppnishæfni mexíkóska efnahagsins og aukna samvinnu stjórnmálaflokkanna. Í byrjun forsetatíðar sinnar mældist Peña Nieto með stuðning um 50% Mexíkana í skoðanakönnunum. Á miðri embættistíð sinni mældist stuðningurinn við hann yfirleitt í kringum 35% en í janúar árið 2017 var hann komin niður í 12%.<ref name="Eric Martin @EMPosts More stories by Eric Martin">{{cite web|url=https://www.bloomberg.com/news/articles/2017-01-18/mexico-s-pena-nieto-approval-falls-to-12-after-gasoline-soars|title=Mexican President's Support Plumbs New Low as Gasoline Soars|author=Eric Martin @EMPosts More stories by Eric Martin|date=|publisher=Bloomberg|accessdate=2018-06-4}}</ref> Peña Nieto er því talinn einn umdeildasti og óvinsælasti forseti í sögu Mexíkó.<ref>{{Cite news|url=http://www.pewglobal.org/2017/09/14/poor-ratings-for-pena-nieto-political-parties/|title=3. Poor ratings for Peña Nieto, political parties|last=|first=|date=14. september 2017|work=Pew Research Center's Global Attitudes Project|access-date=4. júlí 2018|language=en-US}}</ref><ref>{{Cite news|url=http://www.macleans.ca/news/world/trump-is-no-longer-mexicos-most-hated-man-its-pena-nieto/|title=Donald Trump is no longer Mexico's most hated man. It's Enrique Peña Nieto.|last=Argen|first=David|date=9. janúar 2016|work=Macleans.ca|access-date=4. júlí 2018|language=en-US}}</ref>