Munur á milli breytinga „Buffalo“

2.046 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
m
 
Meðal matarhátíða í Buffalo eru [[Taste of Buffalo]] og [[National Buffalo Wing Festival]].
 
==Menntun==
[[Mynd:UBsouth_campus_wide_shot.jpg|thumb|right|Hluti Buffalo-háskóla.]]
Í Buffalo eru 78 opinberir skólar sem eru flestir reknir af [[Buffalo Public Schools]]. Hluti þeirra er einkarekinn fyrir opinbert fé. Árið 2006 voru 41.089 nemendur skráðir í þessa skóla og 1 kennari á hverja 13,5 nemendur. Útskriftarhlutfallið var 52% árið 2008, og hafði hækkað úr 45% árið áður og 50% árið 2006. Meira en 27% kennara eru með meistaragráðu eða hærri gráðu og meðalkennslureynsla þeirra er 15 ár. Á stórborgarsvæðinu starfa 292 skólar með 172.854 nemendur.
 
Skólakerfið er með svokallaða [[segulskólar|segulskóla]] sem reyna að höfða til nemenda með ólíkum áherslum eins og raunvísindakennslu, tvítyngdu námi og frumbyggjanámi. Sérhæfðir skólar eru meðal annars [[Buffalo Elementary School of Technology]], [[Dr Martin Luther King Jr., Multicultural Institute]], International School, [[Dr. Charles R. Drew Science Magnet]], [[BUILD Academy]], [[Leonardo da Vinci High School]], [[PS 32 Bennett Park Montessori]], [[Buffalo Academy for Visual and Performing Arts]] (BAVPA), [[Riverside Institute of Technology]], [[Lafayette High School/Buffalo Academy of Finance]], [[Hutchinson Central Technical High School]], [[Burgard Vocational High School]], [[South Park High School]] og [[Emerson School of Hospitality]].
 
Í borginni eru 47 einkaskólar (150 á stórborgarsvæðinu). Flestir þeirra eru kaþólskir. Auk þess eru tveir íslamskir skólar og skólar sem eru ótengdir trúfélögum.
 
Fullorðinsfræðsla heyrir líka undir opinbera skólakerfið.
 
[[Fylkisháskóli New York]] rekur þrjá háskóla í borginni. [[Buffalo-háskóli]] er stærsti opinberi háskóli fylkisins. Hann er líka eini háskóli borgarinnar sem er flokkaður sem 1. þreps rannsóknarháskóli. Aðrir opinberir háskólar eru [[Buffalo State College]] og [[Erie Community College]]. Einkareknir háskólar eru tveir, [[Canisius College]] og [[D'Youville College]], báðir kaþólskir.
 
{{stubbur|landafræði|bandaríkin}}
44.376

breytingar