Munur á milli breytinga „Buffalo“

1.000 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
m
 
==Landfræði==
Buffalo stendur á austurströnd Erie-vatns við staðinn þar sem [[Niagara-fljót]] rennur úr vatninu til norðurs í átt að [[Niagara-fossar|Niagara-fossum]] og [[Ontario-vatn]]i. Hinum megin við ána er bærinn [[Fort Erie]]. Borgin er 80 km suðsuðaustan við [[Torontó]] í Kanada. Borgin er fremur flatlend en í suðurhverfunum, [[Southtowns]], taka [[Bostonhæðir]] við og síðan [[Appalakíufjöll]]. Norður og austur af borginni er flatlendi. Jarðfræði svæðisins einkennist af setlögum, kalksteini og leirsteini.
 
Þótt þar hafi ekki orðið stórir jarðskjálftar á sögulegum tíma situr Buffalo á [[skjálftabelti]] við sunnanverð Stóru vötnin.
 
Þrír vatnavegir liggja um borgina; [[Niagara-fljót]], [[Buffalo-á]] og Buffalo-lækur, [[Scajaquada-lækur]] og [[Black Rock-skipaskurðurinn]].
 
Samkvæmt [[Manntalsskrifstofa Bandaríkjanna|Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna]] er landsvæði Buffalo 136 km² þar sem 105 km² eru land og afgangurinn vatn.
 
===Loftslag===
[[Mynd:NiagaraRiverNASA.jpg|thumb|right|Gervihnattarmynd af Niagara-eiðinu með Niagara-fossum (í miðju) og Buffalo (til hægri).]]
44.355

breytingar