Munur á milli breytinga „Buffalo“

1.359 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
m
 
Nokkrar kenningar um það hvernig lækurinn fékk nafnið hafa verið settar fram. Hugsanlega er það afbökun á franska heitinu ''Beau Fleuve'' („falleg á“) en það gæti líka verið dregið af heiti [[ameríkuvísundur|ameríkuvísundarins]] sem kann að hafa lifað í vesturhluta New York-fylkis.
 
==Landfræði==
===Loftslag===
[[Mynd:NiagaraRiverNASA.jpg|thumb|right|Gervihnattarmynd af Niagara-fossum (í miðju) og Buffalo (til hægri).]]
Loftslag í Buffalo er [[rakt meginlandsloftslag]] ([[loftslagsbelti]] ''Dfb'') líkt og annars staðar við [[Stóru vötnin]]. Vetur eru snjóþungir en sjaldnast mesti snjórinn í New York-fylki. [[Snjóhríðin 1977]] stafaði af miklum vindi og uppsöfnuðum snjó á ísi lögðu Erie-vatni. Snjókoma verður sjaldan til þess að stöðva starfsemi í borginni en getur valdið tjóni á haustin, eins og í [[Aphid-stormurinn|Aphid-storminum]] 2006. Í nóvember 2016 varð metstormur með 170 cm snjó. Sumrin í Buffalo eru þau sólríkustu í öllum helstu borgin Norðausturríkjanna, en þó með nægri úrkomu fyrir gróður. Sumrin einkennast af mikilli sól og hæfilegum raka og hita. Buffalo nýtur líka jákvæðra áhrifa af nálægðinni við vötnin, eins og svalandi golu sem temprar heitustu sumardagana. Afleiðingin er sú að hitinn fer sjaldan yfir 32°C. Úrkoma er í meðallagi og fellur aðallega á nóttunni. Vegna temprandi áhrifa Erie-vatns er lítið um þrumuveður en mikið um sól í júlí. Úrkoma og hiti aukast í ágúst. Hæsti hiti sem mælst hefur var 37°C 27. ágúst 1948 og lægsti hiti sem mælst hefur var -29°C 9. febrúar 1934 og 2. febrúar 1961.
 
==Menning==
44.355

breytingar