„Buffalo“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 18:
 
Buffalo stendur á austurbakka Erie-vatns við upptök [[Niagara-fljót]]s, 26 km sunnan við [[Niagara-fossar|Niagara-fossa]]. Borgin rafvæddist snemma og fékk viðurnefnið „ljósaborgin“. Borgin er líka þekkt fyrir borgarskipulag [[Joseph Ellicott]] frá upphafi 19. aldar og almenningsgarða [[Frederick Law Olmsted]] frá síðari hluta 19. aldar. Í borginni eru mörg dæmi um merkilega byggingarlist frá öllum tímum. Menning borgarinnar er blanda af hefðum frá [[Miðvesturríkin|Miðvesturríkjunum]] og [[Norðausturríkin|Norðausturríkjunum]]. Meðal árlegra bæjarhátíða eru [[Taste of Buffalo]] og [[Allentown Art Festival]]. Tvö atvinnumannalið eru í borginni, fótboltaliðið [[Buffalo Bills]] og íshokkíliðið [[Buffalo Sabres]].
 
==Heiti==
Buffalo dregur nafn sitt af [[Buffalo-á|Buffalo-læk]] sem rennur út í Buffalo-á. Breski verkfræðingurinn [[John Montresor]] minntist á Buffalo-læk í dagbók sinni 1764. Það er hugsanlega elsta vísunin í þetta heiti.
 
Nokkrar kenningar um það hvernig lækurinn fékk nafnið hafa verið settar fram. Hugsanlega er það afbökun á franska heitinu ''Beau Fleuve'' („falleg á“) en það gæti líka verið dregið af heiti [[ameríkuvísundur|ameríkuvísundarins]] sem kann að hafa lifað í vesturhluta New York-fylkis.
 
{{stubbur|landafræði|bandaríkin}}