„Mexíkóborg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Flokkun
Lína 31:
Sjálfstæðisstríð Mexíkana árið [[1810]], og fullt sjálfstæði Mexíkó [[1821]] breytti engu um mikilvægi borgarinnar. Mexíkóborg varð heimili fyrsta stjórnanda Mexíkanska keisaradæmisins [[Agustin de Iturbide]], sem og lýðveldisins sem leysti það af hólmi árið [[1823]].
 
[[Stríð Mexíkó og Bandaríkjanna|Stríð]] við [[Bandaríkin]] og borgaralegur órói breytti litlu um stöðu borgarinnar sem varð vettvangur hverrar ríkisstjórnarinnar á fætur annarrar. Einni slíkri stjórn var komið á fót [[1864]] sem stjórn seinna Mexíkanska keisaradæmisins. Þó hin konunglega stjórn [[Maximilian 1. Mexíkókeisari|Maximilian af Habsborg]] sæti ekki lengi við völd hóf hún endurbyggingu [[Chapultepec]] kastalans og kom að annarri skipulagningu varðandi vöxt borgarinnar.
 
Valdatími [[Porfirio DiazDíaz]] einræðisherra í þrjá áratugi setti franskan svip á Mexíkóborg. ''Engill Sjálfstæðisins'' var reistur til að minnast aldar afmælis upphafs frelsisstríðs Mexíkana. Meðal annarra merkja um tíma Diaz má nefna [[Höll hinna fögru lista]].
 
Stjórnvöld í Mexíkó eftir mexíkönsku byltinguna [[1910]] lögðu áherslu á uppbyggingu Mexíkóborgar. Mestur vöxtur hljóp í borgina á seinni hluta 20. aldarinnar, árið [[1950]] voru íbúarnir um 3 milljónir manna. Árið [[2000]] var talið að milljónirnar væru orðnar 18.