„Franski spítalinn“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
(aðrir spítalir)
Ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Franski spítalinn.jpg|thumbnail|Franski spítalinn langt kominn í byggingu]]
[[Mynd:Faskrudsfjördur Franz Hospital.jpg|thumbnail|Mynd: Christian Bickel ]]
'''Franski spítalinn''' á [[Fáskrúðsfjörður|Fáskrúðsfirði]] var reistur árið [[1903]] og tekinn í notkun árið [[1904]]. Hann var einn af þremurfjórum spítölum sem byggðir voru á [[Ísland|Íslandi]] af [[Frakkland|franska ríkinu]] til að þjóna frönskum fiskimönnum sem stunduðu veiðar við landið. Húsið er mjög merkilegt hús og ekki síður sú sagan sem tengist því. Húsið var tekið og flutt út á Hafnarnes [[1939]]. Þá var veiðum franskra [[fiskiskip|fiskiskipa]] lokið á [[Íslandsmið|Íslandsmiðum]], en vísir kominn að útræðisþorpi þar. Húsið var notað þar sem íbúðarhús og skóli. Þegar flestir voru þar, bjuggu milli 50 og 60 manns í húsinu og var búið í því fram um [[1964]]. Síðan var það ekki neitt notað og stóð í eyði í nær 50 ár, fékk nánast ekkert viðhald allan þann tíma sem það stóð á [[Hafnarnes|Hafnarnesi]]. Húsið var því orðið mjög illa farið og að hruni komið.
 
[[Minjavernd hf]]. tók [[2008]] ákvörðun um að endurbyggja húsið. Það var flutt í hlutum inn að [[Búðir|Búðum]] og komið fyrir á hafnarsvæðinu þar. Því næst var því fundinn staður við [[Hafnargata|Hafnargötu]], neðan við [[Læknishúsið]] sem Frakkar reistu [[1907]]. Hafa þessi tvö hús verið tengd saman með göngum undir [[Hafnargata|Hafnargötuna]]. Kapella Frakka sem byggð var [[1898]] var keypt, en hún var afhelguð [[1923]], flutt upp í plássið og gerð að íbúðarhúsi og ljósabúð. Hún hefur nú verið flutt niður að Hafnargötu á ný og endurbyggð við hlið [[Sjúkraskýli|Sjúkraskýlisins]], endurgerðs fyrsta húss sem Frakkar reistu á Fáskrúðsfirði [[1896]]. Enn fremur hefur [[Líkhús|Líkhúsið]] verið endurgert, en það stóð upphaflega aðeins ofan og austan Spítalans. Saman standa þar því nú öll þau hús eða endurgerðir þeirra, sem [[France|Frakkar]] reistu á sínum tíma, á árabilinu 1896 til 1907.
<ref>[http://www.ruv.is/frett/franski-spitalinn-tekur-a-sig-mynd Vefur RUV fyrst birt 05.02.2013]</ref>
 
Þar voruA aðrir franskir spítalir voru í [[Reykjavík]], á [[Heimaey]] og í [[Grundarfjörður|Grundafirði]].
 
== Tilvísanir ==
67

breytingar