„Varmahlíð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
GünniX (spjall | framlög)
Mannfjöldi eftir byggðakjörnum: Gallup
Lína 1:
[[Mynd:Varmahlid.JPG|thumb|right|Verslun [[Kaupfélag Skagfirðinga|Kaupfélags Skagfirðinga]] í Varmahlíð.]]
'''Varmahlíð''' er lítið þorp við [[Þjóðvegur 1|þjóðveg 1]], sunnan og austan í [[Reykjarhóll (Skagafirði)|Reykjarhóli]] í miðjum [[Skagafjörður|Skagafirði]], þegar komið er niður af [[Vatnsskarð]]i. Nú búa í Varmahlíð voru 120 manns árið 2015.
 
Árið [[1931]] var nýbýlið Varmahlíð stofnað úr landi jarðarinnar Reykjarhóls og hófst þar rekstur gisti- og veitingaþjónustu. Um svipað leyti stóð til að byggja þarna héraðsskóla Skagfirðinga og hafði fengist fjárveiting til þess en ekkert varð þó af því. Þess í stað hófst verslun á staðnum og í framhaldi af því myndaðist svolítið þéttbýli. Mikill [[jarðhiti]] er á svæðinu og fljótlega var gerð þar [[sundlaug]]. Þar hafa einnig lengi verið nokkur gróðurhús og [[hitaveita]] fyrir þorpið og nú er heitt vatn leitt frá Varmahlíð víða um nærsveitirnar. Töluverð skógrækt er einnig á og við Reykjarhólinn og kallast það Reykjarhólsskógur.
 
Í Varmahlíð er hótel, verslun með ferðamannaþjónustu, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, grunnskóli, Náttúrugripasafn Skagafjarðar og félagsheimilið [[Miðgarður (félagsheimili)|Miðgarður]]. Nú búa í Varmahlíð um 150 manns.
 
== Heimildir ==