„Vopnafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Mannfjöldi eftir byggðakjörnum: Gallup
Lína 2:
[[Mynd:Vopnafjardarhreppur map.png|thumb|right]]
{{CommonsCat}}
'''Vopnafjörður''' er allbreiður [[flói]] á norðausturströnd Íslands, næst fyrir norðan [[Héraðsflói|Héraðsflóa]], á milli Digraness og Kollumúla. Fyrir miðjum firði er langur og mjór tangi, [[Kolbeinstangi]] (Tangi), þar sem [[Vopnafjörður (þéttbýli)|Vopnafjarðarbær]] stendur en norðan tangans eru [[Nýpsfjörður]] og inn af honum Nýpslón. 528 íbúar voru á Vopnafirði árið 2015 en tæplega 700 manns búa í sveitarfélaginu [[Vopnafjarðarhreppur|Vopnafjarðarhreppi]].
 
Landslag í Vopnafirði mótaðist á síðustu [[ísöld]]. Þá þakti jökull alla sveitina og fjörðinn og svarf fjöllin og klettana umhverfis hann. Norðan Vopnafjarðar eru ávalar heiðar þar sem nokkur há fjöll standa þó upp úr en sunnan fjarðarins eru Krossavíkurfjöll, yfir þúsund metra há. Inn af firðinum eru þrír dalir, [[Hofsárdalur]] syðst, þá [[Vesturárdalur (Vopnafirði)|Vesturárdalur]] og [[Selárdalur (Vopnafirði)|Selárdalur]] nyrst. Dalirnir voru allir fjölbyggðir áður en í Selárdal er nú aðeins einn bær í byggð. Um þá renna [[Hofsá (Vopnafirði)|Hofsá]], [[Vesturá]] og [[Selá (Vopnafirði)|Selá]], sem allar eru þekktar [[laxveiðiá]]r. Heitar uppsprettur eru í Selárdal og þar er [[sundlaug]]. Fjörðurinn er þekktur fyrir veðursæld.
Lína 8:
Upp af dölunum eru víðlendar [[heiði|heiðar]] og um miðja nítjándu öld, þegar mikill skortur var á jarðnæði, risu þar víða [[nýbýli]]. Bæirnir risu á árunum 1841-1862. Misjafnt var hvað þeir voru lengi byggðir en síðasti bærinn fór í eyði [[1946]]. Lífsbaráttan á heiðunum var hörð og eru heiðarnar sögusvið skáldsögu [[Halldór Laxness|Halldórs Laxness]], ''[[Sjálfstætt fólk]]''.
 
Á Vopnafirði hefur verið verslunarstaður frá gamalli tíð. Í sveitinni er stundaður hefðbundinn [[landbúnaður]] en í kaupstaðnum er einnig stunduð [[útgerð]], [[fiskvinnsla]], [[verslun]] og ýmis þjónusta. Nú búa tæplega 700 manns í sveitarfélaginu [[Vopnafjarðarhreppur|Vopnafjarðarhreppi]], þar af um 550 í þorpinu.
 
Á [[Bustarfell|Bustarfelli]] í Vopnafirði er reisulegur [[torfbær]] sem hefur verið haldið mjög vel við og þar er [[minjasafn]]. [[Vopnafjarðarkirkja|Kirkja]] er í Vopnafjarðarþorpi og útkirkja á [[Hof (Vopnafirði)|Hofi]] í Vopnafirði.