„Adolf Hitler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 102:
 
===Síðustu dagar og sjálfsmorð Hitlers===
Síðla árs 1944 voru bæði [[rauði herinn]] og hersveitir Breta og Bandaríkjamanna farin að brjótast inn í Þýskaland. Þegar staðan virtist svörtust fyrir Þjóðverja vonaðist Hitler eftir eins konar kraftaverki sem myndi bjarga Þýskalandi á síðustu stundu líkt og hafði gerst árið 1759 í [[Sjö ára stríðið|sjö ára stríðinu]]. Þá hafði [[Elísabet Rússakeisaraynja|keisaraynja Rússlands]] látist stuttu eftir að Rússar hertóku Berlín og [[Pétur 3. Rússakeisari|eftirmaður hennar]], sem var Þýskalandsvinur, hafði umsvifalaust samið um frið við Þjóðverja. Þegar Hitler frétti af því að [[Franklin D. Roosevelt]] Bandaríkjaforseti væri látinn þann 12. apríl 1945 vonaðist hann til þess að sagan myndi endurtaka sig og að eftirmaður Roosevelt myndi semja um frið við Þjóðverja og jafnvel ganga í bandalag við þá gegn kommúnistunum. Þessi ósk rættist ekki og dauði Roosevelt breytti engu um samheldni bandamanna.
 
Hitler flúði inn í [[Foringjabyrgið|neðanjarðarbyrgi í Berlín]] ásamt öðrum þýskum valdsmönnum. Hitler fannst að með því að tapa stríðinu hefði þýska þjóðin afsalað sér réttinum til að lifa og skipaði því fyrir að öllum iðnaðarinnviðum yrði eytt áður en þeir gætu fallið í hendur bandamanna. [[Albert Speer]] óhlýðnaðist þessari ósk. Þann 23. apríl hafði rauði herinn umkringt Berlín. Hitler giftist ástkonu sinni, [[Eva Braun|Evu Braun]], í borgaralegri athöfn í foringjabyrginu þann 29. apríl. Sama kvöld frétti Hitler af því að Mussolini hefði verið tekinn af lífi á Ítalíu. Næsta dag, er rauði herinn nálgaðist kanslarabygginguna, skaut Hitler sig og Eva Braun beit í eiturpillu til að deyja með honum. Í erfðaskrá Hitlers var mælt fyrir um að [[Joseph Goebbels]] tæki við sem kanslari og [[Karl Dönitz]] gerðist forseti. Eftir dauða Hitlers og Braun var bensíni hellt yfir lík þeirra og þau brennd fyrir utan foringjabyrgið.<ref>{{Vísindavefurinn|5930|Hvar er Adolf Hitler grafinn?}}</ref>
 
==Líkamsleifar Hitlers==
Hitler vildi ekki að Sovétmenn kæmust yfir og saurguðu líkamsleifar hans. Því skipaði hann svo fyrir að lík hans yrði brennt og síðan grafið eftir sjálfsmorð hans.<ref name=líkamsleifar>{{Cite news |title=Samsæriskenningar og dauði Adolfs Hitlers |date=10. júní 2018|accessdate=29. júní 2018|publisher=''[[RÚV]]''|url=http://www.ruv.is/frett/samsaeriskenningar-og-daudi-adolfs-hitlers}}</ref> Þegar Sovétmenn hertóku Berlín grófu þeir líkamsleifarnar upp og krufðu líkið. Þeir lýstu yfir að Hitler hefði fyrirfarið sér en leyfðu hinum bandamönnunum ekki að skoða niðurstöðurnar.<ref name=líkamsleifar/> Líkamsleifarnar voru faldar í hirslu Sovétmanna þar til þeim var eytt á áttunda áratugnum<ref name=líkamsleifar/> að tilskipan [[Júríj Andropov]]s, formanns sovésku leyniþjónustunnar. Það eina sem varðveittist var kjálkabein og brot úr höfuðkúpu.
 
Árið 2018 fékk hópur franskra vísindamanna leyfi frá rússneskum stjórnvöldum til að rannsaka líkamsleifarnar. Eftir samanburð á tanngarðinum við eldri gögn komust þeir óyggjandi að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða líkamsleifar Hitlers. Philippe Charlier, forsvarsmaður hópsins, lýsti því yfir í tímaritinu ''European Journal of Internal Medicine'' að samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar væri enginn vafi væri á að Hitler hefði dáið árið 1945 og að þetta væri líkamsleifar hans.<ref name=líkamsleifar/>
 
==Tilvísanir==