Munur á milli breytinga „Thor Heyerdahl“

m
m (Removing Link FA template (handled by wikidata))
 
Til að sanna mál sitt frekar byggði hann bátinn Ra II sem var svipaður bátur og Egyptar til forna voru taldir hafa notað. Á honum tókst Heyerdahl að sigla frá Afríku til Barbados árið 1970 með því að ferðast með Kanarístraumnum og sannaði þannig að samskipti og verslun hefðu getað verið möguleg milli Afríku og Ameríku á tímum forn Egypta.
 
Hann gerði einnig bátinn Tigris og ætlaði með honum að sanna möguleg samskipti til forna milli Mesópótamíu, Egyptalands og Indus-dalsins en áhöfnin brenndi Tigris í Rauðahafinu í mótmælaskyni við stríðin sem að herjuðugeisuðu allt í kring um Rauðahafið á þeim tíma.
 
Þrátt fyrir að flest af verkum og kenningum Heyerdahls séu enn ósamþykkt í heimi vísindanna náði hann að auka áhuga almennings á þessu efni með ævintýralegum siglingum sínum. Honum tókst að sýna fram á að samskipti milli meginlanda hafi verið tæknilega möguleg til forna og verslun þeirra á milli því getað verið möguleg mun fyrr en viðteknar kenningar telja.
 
Með þessum ævintýralegu könnunum sínum náði Heyerdahl að opna augu fólks fyrir þeirri staðreynd að það sem það telur vera rétt og það sem það trúir um fortíðina þarf ekki alltaf að vera rétt, vísindalegar kenningar sem byggt er á geta mögulega verið rangar.
 
== Heimildir ==
12.709

breytingar