„Grímsey (Steingrímsfirði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
22778811E (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mynd og stærð
Lína 1:
[[Mynd:Grímsey-Húnaflói.JPG|thumb|Grímsey.]]
[[Mynd:lundi3.jpg|thumb|right|[[Lundi]] í Grímsey á [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfirði]]]]
'''Grímsey á [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfirði]]''' er stærsta [[eyja]]n úti fyrir [[Strandir|Ströndum]]. Hún er 773 hektarar að stærð. Í Grímsey var fyrrum býli og fram á [[20. öld]] höfðu menn vetursetu á eyjunni og verbúðir. Í upphafi [[20. öld|20. aldar]] voru [[refur|refir]] aldir í eyjunni og síðan veiddir þegar mest fékkst fyrir skinnin. Í eyjunni var reistur [[viti]] [[1915]] og síðan endurbyggður [[1949]], eftir að [[Þýskaland|Þjóðverjar]] höfðu eyðilagt hann með [[loftárás]] í [[síðari heimsstyrjöld]].
 
Í Grímsey er gríðarleg [[lundi|lundabyggð]]. Áætlað er að þar séu milli 25-30 þúsund pör af lundum. Frá [[Drangsnes]]i eru áætlunarferðir út í Grímsey yfir sumartímann. Það er rétt um 10 mínútna sigling.
 
Í [[Landnáma]]bók er Grímsey sögð hafa fengið nafn af Grími Ingjaldssyni Hróaldssonar úr [[Haddingjadal]], sem þar hafði vetursetu og drukknaði í róðri um veturinn.
 
Vélbáturinn Hrefna II frá [[Hólmavík]] fann við eyna 400 kílóa 157 cm langa sæskjaldböku 1963 og er það eina dæmið um að skjaldbaka hafi fundist náttúrlega við Ísland.
 
==Tenglar==
[https://www.ni.is/greinar/grimsey-a-steingrimsfirdi Náttúrufræðistofnun- Grímsey]
 
{{Stubbur|ísland|landafræði}}