„Violeta Chamorro“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 31:
'''Violeta Chamorro''' (f. 18. október 1929) er níkaragskur stjórnmálamaður, útgefandi og fyrrverandi forseti [[Níkaragva]]. Hún er þekkt fyrir að binda enda á stríð [[Kontrasæruliðar|Kontraskæruliða]], síðasta hluta [[Byltingin í Níkaragva|níkarögsku byltingarinnar]]. Hún er eina konan sem hefur verið forseti Níkaragva.
 
==Æviágrip==
Violeta Chamorro fæddist til landeignarfjölskyldu í suðurhluta Níkaragva og hlaut menntun að hluta til í Bandaríkjunum. Eftir að hún sneri til heimalands síns giftist hún og stofnaði fjölskyldu. Eiginmaður hennar, [[Pedro Joaquín Chamorro Cardenal]], var blaðamaður hjá fréttablaði fjölskyldu sinnarm ''La Prensa'', sem hann erfði síðar. Vegna andófs síns gegn ríkisstjórninni var hann oft fangelsaður og rekinn úr landi, sem neyddi Violetu Chamorro til að fylgja honum í útlegðir eða í fangelsi. Þegar eiginmaður hennar var myrtur árið 1978 tók Violeta Chamorro við stjórn blaðsins. Morðið á eiginmanni hennar blés byltingarmönnum eldmóð í brjóst og sem ritstjóri ''La Prensa'' notaði Chamorro ímynd hans til þess að hvetja stjórnarandstöðuna áfram. Þegar [[Sandínistar]] steyptu [[Anastasio Somoza Debayle]] forseta af stóli studdi Chamorro þá í fyrstu og tók sæti í bráðabirgðastjórn Þjóðviðreisnarherstjórnarinnar (''Junta de Gobierno de Reconstrucción Nacional'', JGRN) en þegar stjórnin gerðist æ öfgasinnaðari og undirritaði samkomulög við Sovétríkin sagði Chamorro af sér og tók aftur upp störf við dagblaðið.