„Hebreska almanakið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
Leiðrétti einn tengil og bætti við upplýsingum um dagatalið fyrir árið 70 ek.
Lína 1:
[[Mynd:DetailOfMedievalHebrewCalendar.jpg|thumb|Mynd úr dagatali gyðinga frá miðöldum.]]
'''Hebreska almanakið''' eða '''Ártal gyðinga''' (á hebresku הלוח העברי) er blanda af [[SólarárHvarfár|sólar]] og [[tunglár]]i, mánuðirnir eru reiknaðir út frá gangi [[tungl]]s en aðlögun er gerð til að það haldist í samsvörun við [[sól]]ina og [[árstíðir]]nar.
 
Upphaflega var þetta tímatal notað til allra þarfa [[Ísralsmenn|ísraelsmanna]]. En allt frá því að [[gyðingar]] voru neyddir af [[Rómverjar|rómverjum]], á öldinni fyrir kristburð, til að nota [[júlíanska tímatalið]] til allra veraldlegra nota hefur það einungis verið notað til að reikna út hvenær trúarathafnir eigi að fara fram. Eftir stofnun [[Ísrael]]s hefur þetta tímatal þó aftur komið í notkun samhliða því kristna[[Gregoríska_tímatalið|gregoríska]].
 
Tímasetning hebreska almanaksins miðast við að upphaf tímans og sköpun veraldar hafi átt sér stað 1 dag í mánuðinum Tishrei ár 1 sem samsvarar 7 október ár 3761 fyrir Krist. Þó eru trúarstefnur innan gyðingdóms sem telja upphaf heims einu ári seinna þ.e. ár 3760.
 
Útreikningur almanaksins hefur farið fram á tvennan hátt. Fyrir ár 70 (eftir Krist), þegar seinna musterið í Jerúsalem var eyðilagt hófst nýr mánuður þegar sést hafði til nýs tungls og áramót voru miðuð við þroskastig [[Bygg|byggs]]. Eftir þann atburð dreifðust gyðingar um mörg lönd og og erfitt að halda reiður á sameiginlegum tíma á nýju tungli og var smám saman skapað kerfi sem reiknaði út hvenær nýr mánuður byrjaði.
 
Sólarár og tunglár eru ekki jafn löng og munar um það bil ellefu dögum. Til að halda þeim nokkurn veginn jöfnum er hebreska almanakið bundið í 19 ára skeið, það er 235 tunglmánuði. Bætt er við einum tunglmánuði annað hvort eða þriðja hvort ár, samanlagt 7 sinnum á 19 árum.