„Viktor Orbán“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 33:
'''Viktor Mihály Orbán'''<ref>[http://www.origo.hu/itthon/20121220-a-story-osszeallitasa-33-dolog-amit-nem-tudunk-orban-viktorrol.html Orbánnak kiütötték az első két fogát], ''Origo'', 20. desember 2012; skoðað 21. júní 2018.</ref> (f. 31. maí 1963) er [[Ungverjaland|ungverskur]] stjórnmálamaður sem hefur verið forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann var áður forsætisráðherra landsins frá 1998 til 2002. Hann er núverandi formaður [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnaða]] [[Íhaldsstefna|íhaldsflokksins]] [[Fidesz]]. Hann hefur gegnt forystu flokksins frá árinu 2003 og var áður formaður hans frá 1993 til 2000.
 
Orbán fæddist í [[Székesfehérvár]] og nam [[lögfræði]] í Eötvös Loránd-háskóla, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1987. Hann nam [[stjórnmálafræði]] í stuttan tíma en hóf síðan sjálfur þátttöku í stjórnmálum í kjölfar [[Byltingarárið 1989|byltinga ársins 1989]]. Hann gerðist leiðtogi stúdentahreyfingarinnar Bandalags ungra lýðveldissinnalýðræðissinna (''Fiatal Demokraták Szövetsége'') sem síðar varð að stjórnmálaflokknum Fidesz. Orbán varð þjóðþekktur stjórnmálamaður eftir að hann hélt ræðu við endurgreftrun [[Imre Nagy]] og annarra píslarvotta [[Uppreisnin í Ungverjalandi|uppreisnar ársins 1956]]. Í ræðunni krafðist Orbán þess opinskátt að sovéskir hermenn hefðu sig á burt úr Ungverjalandi.
 
Eftir að kommúnisminn féll og lýðræði var komið á í Ungverjalandi var Orbán kjörinn á ungverska þjóðþingið og var þar leiðtogi Fidesz til ársins 1993. Fidesz hafði í upphafi aðhyllts efnahagslega frjálshyggju og Evrópusamruna en undir forystu Orbán varð hann brátt þjóðernissinnaður hægriflokkur. Eftir að Fidesz unnu flest sæti á þingi í kosningum árið 1998 gerðist Orbán forsætisráðherra hægrisinnaðrar samsteypustjórnar og gegndi því embætti í fjögur ár.