50.763
breytingar
(stafsetning) |
|||
Bærinn og kirkjan í '''Hvalseyjarfirði''' (í sumum heimildum er kirkjustaðurinn nefndur '''Hvalsey''') er einn af þekktari stöðum frá tímum norrænna manna á [[Grænland]]i. Bæði er að þar eru mestu rústir uppistandandi frá þessum tímum og að síðustu rituðu heimildir frá norrænum Grænlendingunum fjalla um þennan stað. Í [[Landnámabók]] er Þorkell farserkur nefndur sem landnámsmaður þar, einnig er sagt að hann hafi verið heygður í túninu og gengið aftur til að fylgjast með afkomendum sínum. Hvalseyjarfjörður var í miðri [[Eystribyggð]] ekki langt frá [[Brattahlíð|Bröttuhlíð]] og biskupssetrinu á [[Garðar (Grænlandi)|Görðum]].
Hvalseyjarfjörður er í næsta nágrenni við [[Qaqortoq]], höfuðbyggð Suður-Grænlands, og nefnist nú Qaqortukulooq, fjörðurinn sjálfur Qaqortup Imaa og eyjan Hvalsey heitir Arpatsivik.
==Rústir og bæjarstæði==
[[Mynd:Hvalsey.jpg|300px|thumb|Rúst af kirkjunni í Hvalseyjarfirði]]
Miðaldabærinn í Hvalseyjarfirði stóð undir því fjalli sem nú heitir Qaqortoq sem er um 1000 m hátt, hvað hinir fornu Grænlendingar kölluðu fjallið er óþekkt. Undirlendi er fremur lítið mest löng og mjó landræma milli fjalls og fjöru. Góð höfn var í firðinum og hefur það verið mikill kostur. Fjölda rústa er að finna í Hvalseyjarfirði og hafa 14 hús verið á heimabænum. Er kirkjan í sérflokki enda eftir atvikum mjög vel varðveitt, hlaðin úr sérvöldu grjóti og standa veggirnir enn. Að ytra máli er kirkjubyggingin um 16 x 8 m og veggirnir um 1,5 á þykkt. Gaflarnir eru enn á milli 5 og 6 m á hæð og hafa sennilega verið um tveimur metrum hærri meðan þeir voru óskemmdir. Langveggirnir eru um 4 m á hæð og hafa verið eitthvað hærri frá upphafi. Sennilegast hefur kirkjan verið timburklædd að innan og með [[Torf|tyrfðu]] timburþaki, en engar leifar hafa fundist af því né aðrir hlutir í kirkjunni. Af byggingarlagi álykta fræðimenn að byggingin hafi verið reist í upphafi [[14. öld|14. aldar]].
Rústir af tveimur veisluskálum hafa fundist. Svo nefndur gamli skáli er fyrir miðju í bæjarstæðinu. Hann hefur verið 14 metra langur og þrír til fjórir og hálfur metrar á breidd en er mjög illa farinn af malaskriðum úr fjallshlíðinni, sem hafa runnið yfir hann. Svo kallaður nýi veisluskáli er sennilega með yngstu byggingum í Hvalseyjarfirði, um 8 metra langur og 5 metra breiður. Hann er vel varðveittur enda hlaðinn á saman hátt og kirkjan.
Fyrir utan bústað, [[fjós]] (reyndar tvö með básum fyrir 16 [[kýr]] samanlagt) og önnur [[gripahús]] og [[smiðja|smiðju]] hefur fundist rúst af [[Skemma|skemmu]]. Var það algengt við stærri bæi í Eystribyggð og var þar sennilega safnað [[Rostungur|rostungstönnum]] og [[Feldur|feldum]] og öðru sem selt var til kaupmanna.
==Búðkaupið 1408==
„Þúsund og fjögurhundruð átta árum eftir fæðingu Herra vors Jesú Krists vorum við viðstaddir, sáum og hlýddum á á Hvalsey á Grænlandi, að Sigríður Björnsdóttir giftist Þorsteini Ólafssyni.“ Þetta gerðist á fyrsta sunnudegi eftir Krossmessu (Exaltatio Sancte Crucis). [[Krossmessa]] (á hausti sem álitið er að hér sé um að ræða) ber alltaf upp á [[14. september]] og sunnudagurinn næst þar á eftir árið [[1408]] var [[16. september]]. Um þetta brúðkaup vitnuðu þeir Brandur Halldórsson, Þórður Jörundarson, Þórbjörn Bárðarson og Jón Jónsson á Ökrum í Blönduhlíð á
Þau Þorsteinn og Sigríður voru bæði stórættuð af Norðurlandi eins og öll ofannefnd vitni og settust að á Ökrum þegar þau sneru aftur frá Grænlandi. Sennilega hafa erfðadeilur gert að þau hjón þurftu á þessum staðfestingum að halda um brúðkaup sem átt hafði sér stað árum áður.
Allir þessir Íslendingar höfðu verið á skipi sem var á leið frá [[Noregur|Noregi]] til [[Ísland]]s [[1406]] en rak af leið og náði loks í land á Grænlandi. Í [[Íslenskir Annálar |Íslenskum Annálum]] er sagt frá því að þau hafi komið aftur til Íslands [[1410]].
Þetta eru síðustu ritaðar heimildir um hina norrænu Grænlendinga en fornleifarannsóknir sýna að þeir héldu áfram búsetu þar að minnsta kosti í 50 ár í viðbót.
|