„Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978''' eða '''HM 1978''' var haldið í Argentínu dagana 1. júní til 25. júní. Þetta var níunda ...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978''' eða '''HM 1978''' var haldið í [[Argentína|Argentínu]] dagana [[1. júní]] til [[25. júní]]. Þetta var níunda [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistarakeppnin]] og urðu heimamenn meistarar í fyrsta sinn eftir sigur á [[Holland|Hollandi]] í úrslitum. Meðalmarkaskorun í mótinu féll niður fyrir þrjú mörk í leik og hefur haldist þar síðan. Þetta var síðasta mótið með sextán þátttökuliðum.
 
== Val á gestgjöfum ==
Ákvörðunin um staðsetningu mótsins var tekin á þingi FIFA árið 1966. Auk Argentínu höfðu [[Mexíkó]] og [[Kólumbía]] skilað inn umsóknum, en ákveðið hafði verið að 1978-keppnin skyldi fara fram í Norður- eða Suður-Ameríku. Þegar Mexíkó tryggði sér [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1970|mótið 1970]] féll það frá umsókn sinni og sama gerði Kólumbía.
 
Mikill pólitískur óstöðugleiki var í Argentínu á sjöunda og áttunda áratugnum þar sem herinn blandaði sér oft í stjórn landsins. Einkennisplakat heimsmeistaramótsins var hannað árið 1974 á skammvinnum seinni valdaferli [[Juan Perón|Juans Perón]]. Myndin sýndi knattspyrnumann í argentínskum landsliðsbúningi með hendur á lofti, sem minnti á kveðju Perónistahreyfingarinnar. Eftir að herforingjastjórn vék Perón frá völdum freistaði hún þess að breyta plakatinu, en FIFA neitaði.
 
[[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]]