„Suðurríkjasambandið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 43:
| Sambandsdollari
|}
'''Suðurríkjasambandið''' eða '''Sambandsríki Ameríku''' ('''Confederate States of America''' eða '''CSA''' á [[Enska|ensku]]) var ríki í Norður-Ameríku sem var til frá árinu 1861 til 1865. Suðurríkjasambandið var í upphafi myndað af fimmsjö aðskilnaðarsinnuðum suðurfylkjum [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] þar sem [[þrælahald]] var við lýði: [[Suður-Karólína|Suður-Karólínu]], [[Mississippi (fylki)|Mississippi]], [[Flórída]], [[Alabama]], [[Georgía (fylki BNA)|Georgíu]], [[Louisiana]] og [[Texas]]. Efnahagur þessara fylkja var byggður á landbúnaði, sérstaklega bómullarrækt og plantekrukerfi sem reiddi sig á vinnuafl svartra þræla.<ref name="IndEcon"/>
 
Fylkin fimmsjö sögðu sig úr Bandaríkjunum eftir forsetakosningarnar árið 1860 þar sem frambjóðandi [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikana]], [[Abraham Lincoln]], vann sigur. Lincoln hafði lofað að hefta framgöngu þrælahalds inn á ný landsvæði Bandaríkjanna í vesturhluta Norður-Ameríku og var þrælaeigendum í suðurríkjunum því mjög í nöp við hann. Áður en Lincoln tók við völdum í mars var ný ríkisstjórn Suðurríkjasambandsins stofnuð í febrúar 1861. Sú ríkisstjórn var talin ólögmæt af stjórnvöldum Bandaríkjanna. Þegar [[Þrælastríðið|bandaríska borgarastyrjöldin]] hófst í apríl sögðu fjögur þrælafylki til viðbótar – [[Virginía (fylki)|Virginía]], [[Arkansas]], [[Tennessee]] og [[Norður-Karólína]] – sig einnig úr Bandaríkjunum og gengu til liðs við Suðurríkjasambandið. Suðurríkin samþykktu einnig aðild [[Missouri]] og [[Kentucky]], en þau fylki lýstu þó aldrei formlega yfir útgöngu úr Bandaríkjunum né réðu Suðurríkjamenn nokkurn tímann yfir landsvæði þeirra.
 
[[File:Confederate Rebel Flag.svg|thumb|left|Þessi fáni Suðurríkjasambandsins er sá þekktasti í dag. Þetta var þó aðeins einn margra fána sem her Suðurríkjanna notaði og ekki formlegur fáni ríkisins.]]