„Frímann B. Arngrímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Zjac (spjall | framlög)
m Tengillinn leiddi til Heimskringlu Sorra Sturlusonar.
Lína 1:
[[Mynd:Auglýsing til bænda um ábendingu á stað fyrir kalkverksmiðju.PNG|Auglýsing frá Frímanni sem birtist í Degi árið 1926|thumbnail]]
'''Frímann Bjarnason Arngrímsson''' ([[1855]] – [[1936]]) var íslenskur fræðimaður og uppfinningamaður. Hann fæddist í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]] [[1855]] og flutti til [[Vesturheimur|Vesturheims]] árið [[1874]] með fyrsta stóra hópnum af Norðurlandi. Hann var fyrsti Vestur-Íslendingurinn til að stunda háskólanám en hann útskrifaðist [[6. júní]] [[1885]] frá [[Manitoba-háskóli|Manitoba-háskóla]] með [[B.A.-gráða|B.A.-gráðu]]. Hann starfaði á vegum [[Kanada]]stjórnar og stofnaði blaðið ''[[Lögberg-Heimskringla|Heimskringla]]'' í [[Winnipeg]] árið [[1886]]. Frimann flutti til [[Massachusetts]] og starfaði þar í rannsóknarstofum [[MIT]] í raftækjaverslunum. Hann fékk mikinn áhuga á rafvæðingu Íslands og því sem hann kallaði „hvítu kolin“, að vinna orku úr [[vatnsafl]]i. Hann kom tvisvar til Íslands [[1894]] – [[1895]] til að tala fyrir rafvæðingu. Hann taldi lítinn árangur sinn stafa af því að hann var fátækur og ættlítill, landsmenn íhaldssamir og hagsmunir [[kol]]akaupmanna miklir af því að ekki væri virkjað.
 
Frímann starfaði í rannsóknarstofum í [[Bretland]]i á þriðja ár en flutti svo til [[París]]ar 1897 og vann fyrir sér með ritstörfum, kennslu, fornbókasölu og byggingarvinnu. Í upphafi [[fyrri heimstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]] kom hann til [[Ísland]]s árið [[1914]] og settist að á [[Akureyri]]. Hann gaf út tímaritið Fylkir árin [[1916]] til [[1927]].