„Albert Guðmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
tenglar lagaðir
Lína 1:
'''Albert Sigurður Guðmundsson''' (fæddur [[5. október]] [[1923]], lést [[7. apríl]] [[1994]]) var fyrsti [[Ísland|íslenski]] [[atvinnumaður]]inn í [[knattspyrna|knattspyrnu]] og lék meðal annars með [[Knattspyrnufélagið_Valur|Val]], [[RangersGlasgow F.C.|Rangers]], [[Arsenal F.C.|Arsenal]] og [[AC Milan]]. Að íþróttaferlinum loknum fór hann út í stjórnmál og var þingmaður á [[Alþingi]] í 15 ár og gegndi embætti [[fjármálaráðherra]] og [[iðnaðarráðherra]]. Hann bauð sig fram í [[Forseti Íslands|forsetakosningunum]] [[1980]] en tapaði fyrir [[Vigdís Finnbogadóttir|Vigdísi Finnbogadóttur]].
 
== Íþróttaferill ==
Árið [[1944]] hélt Albert til [[Skotland]]s til að læra viðskiptafræði við [[Skerry's College]] í [[Glasgow]]. Hann hóf knattspyrnuferilinn með Rangers. Eftir stutt stopp þar fór hann til [[England]]s þar sem hann lék nokkra vináttuleiki og tvo deildarleiki með Arsenal í október [[1946]] sem áhugamaður. Hann var annar leikmaður Arsenal sem var ekki frá [[Bretland]]i, [[Gerard Keyser]] hafði verið sá fyrsti.
 
Albert gat ekki fengið [[atvinnuleyfi]] í Englandi og fór því að svipast um eftir tækifærum annar staðar. Í leik með Arsenal gegn [[Racing Club de Paris]] vakti hann athygli franska liðsins sem vildi nú semja við hann. Það fór þó ekki svo heldur skrifaði Albert undir samning við [[AS Nancy|Nancy]] í lok árs [[1946]]. Albert lauk fyrstu leiktíð sinni með Nancy sem [[markahrókur]] liðsins og skoraði tvö [[mark (knattspyrna)|mörk]] í hverjum bikarleik.
 
[[1948]] skrifaði Albert undir samning við AC Milan. Hann hnébrotnaði í leik gegn [[S.S. Lazio|Lazio]] og virtist ekki eiga góðar batahorfur. Liðslæknir [[Internazionale Milano F.C|Inter Milan]] taldi annað og vildi gera aðgerð á því. AC Milan leist ekki á áhættuna og neitaði og keypti Albert sig því undan samningi og fór í aðgerðina sem reyndist takast vel.
 
Eftir að hann náði fullum styrk að nýju fór hann aftur til Frakklands þar sem hann lék fyrir ýmis lið áður en hann [[leggja skóna á hilluna|lagði skóna á hilluna]] sem atvinnumaður árið [[1954]]. Eftir heimkomuna tók hann við stjórn liðs [[Íþróttabandalag Hafnarfjarðar|Íþróttabandalags Hafnarfjarðar]], sem þá lék í 2. deild. Albert leiddi Hafnfirðinga upp í 1. deild sumarið [[1956]] í fyrstu tilraun og var spilandi þjálfari þeirra í efstu deild sumrin [[fyrsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1957|1957]] og [[fyrsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1958|1958]].
 
[[1967]] fékk Albert Silfurmerki [[KSÍ]] fyrir starf sitt í knattspyrnuheiminum. Hann var formaður KSÍ frá [[1968]] til [[1973]]. Þegar hann vék úr embætti var honum veitt Gullmerki KSÍ fyrir langvarandi og þýðingarmikil störf hans að knattspyrnu. Albert var jafnframt formaður [[Íþróttafélag Reykjavíkur|Íþróttafélags Reykjavíkur]] á árunum 1959 til 1961.
Lína 19:
[[1987]] gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði [[Borgaraflokkurinn|Borgaraflokkinn]] þar sem hann var formaður til [[1989]]. Árið [[1989]] var hann skipaður [[sendiherra]] Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til [[1993]]. Áður hafði hann verið [[ræðismaður]] Frakklands á Íslandi frá [[1962]].
 
Albert var umdeildur stjórnmálamaður og viðurkenndi að vera [[einleikari]] í pólitíkinni. Hann naut mikilla vinsælda eins og sést á því að í [[Alþingiskosningar|Alþingiskosningunum]] 1987 tókst nýstofnuðum flokki hans að ná inn 7 þingmönnum.
 
== Tengill ==