„Marshalláætlunin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 23:
Bandarískum ráðamönnum þótti það vandasamt að útfæra þessar hugmyndir sínar um fjárhagsstuðning við lönd Evrópu. Þeir óttuðust mótstöðu í [[bandaríska þingið|bandaríska þinginu]]. Fyrst var látið í veðri vaka í ræðu sem [[George Marshall]] flutti fyrir nemendur [[Harvard háskóli|Harvard háskóla]] í júní 1947 að til stæði að veita Evrópuríkjum efnhagslegan stuðning. Fyrirætlunin var að fréttir af ræðunni bærust til ráðamanna í Evrópu sem myndu síðan hafa samband með eigin hugmyndir um upphæðir og skilmála.
 
Utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands hittust í Frakklandi ásamt utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Þeir komu sér saman um að bjóða Sovétríkjunum óhagstæðan samning. Mánuði seinna var stærri fundur haldinn og flestum ríkjum Evrópu boðið að mæta. Ljóst þótti að Sovétríkin myndu ekki mæta og utanríkisráðherrar [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] og Póllands voru kallaðir til [[Kremlið í Moskvu|Kreml]]ar þar sem þeir fengu tiltal hjá [[Jósef Stalín]] fyrir að sýna þessu áhuga. Sovétríkin undirbjuggu þá sambærilega áætlun sín megin járntjaldsins sem nefnt var ''Ráð gagnkvæmnar efnahagslegrar aðstoðar'' ([[COMECON]]). Evrópuríkin þau, 16 talsins, sem vildu þiggja aðstoðina höfðu hver fyrir sig sérstakar hugmyndir um þau skilyrði sem yrðu sett fyrir henni. Enn átti eftir að samþykkja lög þess efnis á [[bandaríska þingið|bandaríska þinginu]]. Ráðamenn í Evrópu báðu upphaflega um 22 miljarða dollara, sem ríkisstjórn [[Harry S. Truman|Trumans]] skar niður í 17 miljarða og var loks samþykkt að veittir yrðu 5 milljarðar upphaflega sem á endanum urðu u.þ.b. 13 miljarðar dollara.
 
Harry Truman, bandaríkjaforseti, undirritaði lög um Stofnun efnahagslegrar samvinnu (e. ''Economic Cooperation Administration'') þann [[3. apríl]] [[1948]]. Í Evrópu var stofnuð sambærileg stofnun sem seinna varð að [[Efnahags- og framfarastofnunin]]ni (OECD).