„Lasanja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Míteró (spjall | framlög)
Lína 4:
 
== Uppruni ==
Upprunalega merkti heitið ''lasagna'' ílátið sem rétturinn var eldaður í en nú er það eingöngu haft um réttinn sjálfan og pastaplöturnar. Yfirleitt er rétturinn talinn upprunninn á Ítalíu en þó er orðið ''lasagna'' dregið af [[gríska|grísku]] orðinu ''λάσανα'' (''lasana'') eða ''λάσανον'' (''lasanon'') sem þýðir „pottpallur“. Lasanja á sér líka ævafornar rætur og í [[Grikkland]]i, á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] og víða í [[Arabalöndin|Arabalöndunum]] eru eldaðir áþekkir réttir en þar er reyndar yfirleitt ekki haft pasta á milli laga, heldur grænmeti af ýmsu tagi, svo sem [[eggaldin]]- eða [[Kartafla|kartöflusneiðar]]. Þó eru dæmi um að pasta sé notað, til dæmis í gríska réttinum ''pastitsio'', þar sem oftast eru notaðar [[makkarónur]] eða annað pípulaga pasta.
 
== Pastaplöturnar ==