„Spjall:Vegnúmer“: Munur á milli breytinga

Latest comment: fyrir 5 árum by EirKn in topic Umfang greinarinnar
Efni eytt Efni bætt við
EirKn (spjall | framlög)
Ný síða: == Umfang greinarinnar == Ég hef skrifað nokkuð um vegi hérna á íslensku Wikipedia. Mig langaði því að skrifa grein um vegnúmer og vegnúmerakerfi þar sem ég færi stuttl...
 
(Enginn munur)

Nýjasta útgáfa síðan 7. júní 2018 kl. 23:05

Umfang greinarinnar breyta

Ég hef skrifað nokkuð um vegi hérna á íslensku Wikipedia. Mig langaði því að skrifa grein um vegnúmer og vegnúmerakerfi þar sem ég færi stuttlega yfir vegnúmerakerfin á Íslandi sem og í ýmsum löndum úti um allan heim. Markmiðið er að láta greinina fjalla um sem fjölbreyttust vegnúmerakerfi í öllum heimsálfum en að svo stöddu ákvað ég að byrja á Norðurlöndunum, mikilvægum Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Þar sem greinin er með því móti ekki alveg tæmandi væri óskandi að fá upplýsingar um fleiri lönd hér inn og ég get að sjálfsögðu fært þær inn með tíð og tíma.

En mig langar engu að síður að spyrja hvort ég sé á réttri leið með smá smjörþef án óþarfa málalenginga á hverju og einu landi því ég vildi ekki skrifa um eitthvað sem ekki væri markvert í þessu samhengi. Ég hugsa allavega að þetta hlýtur að vera ágætis inngangur án þess að fara of náið í hvert atriði.

Ég vil líka benda á að heimildir fyrir þeim staðreyndum sem ég setti inn í þessa grein eru auðfundnar ef vel er að gáð, það var bara of tímafrekt að setja þær inn í fyrstu innsetningu á greininni. Það væri fínt að greinin styddist aðeins við heimildir en ég setti þó einn tengil inn á síðu þar sem hægt er að finna fjöldann allan af upplýsingum um efnið þótt hún sé allsvakalega nördalega uppsett.

Vona að þetta komi að gagni. (EirKn (spjall) 7. júní 2018 kl. 23:03 (UTC))Reply

Fara aftur á síðuna „Vegnúmer“.