„Paul Doumer“: Munur á milli breytinga

15 bætum bætt við ,  fyrir 4 árum
m
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
'''Paul Doumer''' (22. mars 1857 – 7. maí 1932) var [[Frakkland|franskur]] stjórnmálamaður og [[forseti Frakklands]] frá árinu 1931 þar til hann var myrtur næsta ár. Doumer var meðlimur í Róttæka flokknum (''Parti radical'') og hafði verið fjármálaráðherra Frakklands í þrígang, forseti franska þingsins og landstjóri [[franska Indókína]].
 
==Æviágrip==
Sem landstjóri franska Indókína frá 1897 til 1902 hafði Doumer þótt sýna mikla harðýðgi.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2632695 Víetnam og frönsk viðhorf], ''Alþýðublaðið'', 73. Tölublað (01.04.1967), bls. 8.</ref> Þegar Doumer tók við landstjóraembættinu var franska nýlendan rekin með miklum fjárhagshalla. Til þess að rétta úr kútnum setti hann skatta á ópíum, vín og salt. Innfæddir sem höfðu ekki efni á að borga þessa skatta misstu oft hús sín og urðu dagverkamenn. Doumer gerði franska Indókína að markaði fyrir franskar vörur og arðbærar fjárfestingar fyrir franska athafnamenn.<ref>{{cite web|last1=Ladenburg|first1=Thomas|title=The French in Indochina|url=http://www.digitalhistory.uh.edu/teachers/lesson_plans/pdfs/unit12_1.pdf|website=digitalhistory.uh.edu|publisher=University of Houston|accessdate=11 September 2015}}</ref> Alræðislegt stjórnarfar Doumers og stirt samband Frakka við Kína í kjölfar [[Boxarauppreisnin|boxarauppreisnarinnar]] leiddi til þess að hann var kallaður heim til Frakklands árið 1902.