„Georg 3.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Allan Ramsay - King George III in coronation robes - Google Art Project.jpg|thumb|right|Georg 3. eftir Allan Ramsay.]]
'''Georg 3.''' (George William Frederick) ([[4. júlíjúní]] [[1738]][[29. janúar]] [[1820]]) var konungur Stóra-Bretlands og Írlands frá 25. október 1760 til dauðadags. Hann var jafnframt hertogi og kjörfursti Brunswick-Lüneburg (Hanover) í [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]] og síðan konungur [[Hanover]] frá 12. október 1814. Hann var þriðji breski einvaldurinn af Hanover-ætt en sá fyrsti þeirra sem var fæddur í Bretlandi, talaði ensku að móðurmáli<ref name="rh">{{cite web|publisher=Royal Household|accessdate=18 April 2016|title=George III|work=Official website of the British monarchy|url=https://www.royal.uk/george-iii-r-1760-1820}}</ref> og kom aldrei til Hanover.<ref>Brooke, John (1972). ''King George III. London: Constable'', bls. 314; Fraser, Antonia (1975). ''The Lives of the Kings and Queen of England''. London: Weidenfeld and Nicolson, bls. 277.</ref>
 
Líf hans og valdatíð, sem entist lengst allra breskra einvalda fram til hans tíma, einkenndust af vopnuðum átökum Breta í Evrópu, Afríku, Ameríku og Asíu. Snemma á valdatíð hans sigruðu Bretar Frakka í [[Sjö ára stríðið|sjö ára stríðinu]] og urðu þar með stærsta Evrópuveldið í Norður-Ameríku og Indlandi. Bretland glataði hins vegar stórum hluta amerískra nýlenda sinna í [[Bandaríska frelsisstríðið|bandaríska frelsisstríðinu]]. Frekari stríð brutust út gegn Frakklandi árið 1793 og ekki var rótt á milli ríkjanna fyrr en eftir ósigur [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] við Waterloo árið 1815.