„Míkhaíl Gorbatsjov“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
 
== Uppruni ==
Fæddist bændasonur í [[Stavropol Krai]] í suðvestur [[Rússlandi]]. Fjölskylda hans var hálf rússnesk og hálf úkraínsk. Faðir hans, Sergey Andreyevich Gorbatsjev, var bóndi á sameignabóndabýli sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og móðir hans, Maria Panteleyevna Gorbatsjev, vann á sameignabóndabýli eða Kolkhoz. Gorbatsjev ólst mest megnis upp hjá afa sínum og ömmu áður en hann byrjaði í skóla. Þar gekk honum mjög vel og varð fljótt mjög áhugasamur um það að læra og hafði áhuga á öllu nýju sem hann lærði. Hann hafði sérstaklega mikinn áhuga á leiklist. Leiklistahópurinn sem hann var í setti einu sinni upp leikrit sem þau ferðuðust milli bæja og þorpa með, sýndu fyrir smá aur og notuðu gróðann í að kaupa 35 skópör handa fátækustu börnunum í skólanum sem höfðu þurft að vera berfætt fram að því.<ref name="1,2">[http://www.britannica.com/EBchecked/topic/238982/Mikhail-Gorbatsjev Britannica], Skoðað 8. desember 2013.</ref>Hann vann sjálfur á eins bóndabýlum og foreldrar sínir og gekk 15 ára til liðs við [[Komsomol]] sem var ungliðahreyfing kommúnista. Árið 1952 hóf Gorbatsjev lögfræðinám við [[Ríkisháskólinn í Moskvu|háskólann í [[Moskvu]] og gerðist hluti af Sovíeska kommúnistaflokknum. Hann útskrifaðist með lögfræðigráðu 1955 og varð virkur þátttakandi í bæði [[Komsomol]] hreyfingunni og innan kommúnistaflokksins. Meðan á lögfræðináminu stóð kynntist Gorbatsjev eiginkonu sinni, Raisu Titarenko, sem var ári yngri en hann og að læra heimspeki í sama skóla. Þau giftu sig 25. September,september 1953.<ref name="1,3">[http://www.gorby.ru/en/Gorbatsjev/biography/ Gorby], Skoðað 8. desember 2013.</ref>
 
== Aðalritari ==
Þann 11. Mars valdi stjórnmála miðstjórnarflokksins lögfræðinginn Mikhaíl Gorbatsjev til þess að gegna starfi aðalritara innan Kommúnistaflokksins. Hann hafði smátt og smátt unnið sér betri sess innan flokksins og þrátt fyrir fyrsta flokks einkunnir í lögfræðináminu hafði hann helgað líf sitt stjórnmálunum. Gorbatsjev minntist tíma [[Nikita Khrushchev]] sem tíma opnunar og bjartsýni, tilraunum til þess að endurbæta sovíetkerfið, og leit á það sem skyldu sína að halda því áfram sem Khrushchev hafði byrjað á. Í upphafi valdatíð hans hafði hann ómótaðar hugmyndir um hvernig skyldi umbylta kerfinu, en byrjaði á að reyna að koma aga á ríkisfjármálin og skipta út gömlum íhaldsmönnum fyrir unga og efnilega menn sem eins og hann vildu sjá breytingar á kerfinu.