„Rússneska byltingin 1917“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 10:
 
== Febrúarbyltingin ==
Á kvennadaginn 23. febrúar (8. mars) 1917 hófu konur í St. Pétursborg verkfall. Hermenn voru sendir til Pétursborgar til þess að bæla niður mótmælin en hluti þeirra gengu til liðs með mótmælendum. Mótmælin gerðu það að verkum að Nikulás II sagði af sér í mars eftir aðeins fimm daga uppreisn og [[GrigorijGeorgij Lvov]] tók við eftir að bróðir Nikulásar neitaði að taka við krúnunni. Tvenns konar stjórn réði ríkjum í Rússlandi eftir fráfall keisarans. Annars vegar bráðabirgðastjórn og sovétin sem voru undir stjórn sósíaldemókrata. Sovétmenn voru aðallega hermenn og verkamenn.
 
Eftir að Nikulás Rússakeisari hafði sagt af sér var hann og fjölskylda hans sett í stofufangelsi í Alexandershöllinni í Pétursborg. Bráðabirgðastjórnin ætlaði að senda þau til [[England]]s en sovétin stöðvuðu þá ráðagerð og var keisarafjölskyldan því send til Tobolsk í Síberíu.