„Adolf Hitler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 38:
 
==Æviágrip==
Adolf Hitler fæddist þann 20. apríl 1889 í bænum [[Braunau am Inn]] í [[Austurríki-Ungverjaland|Austurríki-Ungverjalandi]] (þar sem nú er [[Austurríki]]), nálægt landamærunum við [[þýska keisaraveldið]]. Þegar Hitler var þriggja ára flutti fjölskyldan til [[Passau]] í Þýskalandi. Þar áskotnaðist Hitler bæheimskurbæverskur hreimur sem hann átti eftir að tala með alla ævi. Fjölskyldan flutti aftur til Austurríkis árið 1894 og settist að í Leonding.
 
Líkt og margir þýskumælandi Austurríkismenn fór Hitler að aðhyllast þýska [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] á unga aldri. Hann lýsti því yfir að hann væri tryggur Þýskalandi en ekki Austurríki og hataðist við hið aldurhnigna [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldi]] fyrir að ríkja yfir mörgum fjölbreyttum þjóðum en ekki einni þýskri þjóð.