„Pedro 1. Brasilíukeisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{konungur | titill = Keisari Brasilíu, Konungur Portúgals | ætt = Braganza-ætt | skjaldarmerki = CoA Empire of Brazil (1870-1889).svg | nafn = Pedro 1. | mynd = Portrait of D...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
| börn = [[María 2. Portúgalsdrottning|María]], Miguel, Jóhann Karl, Januária, Paula, Francisca, [[Pedro 2. Brasilíukeisari|Pedro]], Maria Amélia
}}
Dom '''Pedro 1.''' (12. október 1798 – 24. september 1834), kallaður „frelsarinn“, var stofnandi og fyrsti keisari [[Brasilíska keisaradæmið|brasilíska keisaradæmisins]]. Sem '''Pedro 4.''' var hann einnig konungur [[Portúgal]]s í stuttan tíma en þar var hann einnig kallaður „frelsarinn“ og „dátakonungurinn“. Bæði viðurnefnin hlaut hann vegna stríðs síns gegn bróður sínum, [[Miguel 1. Portúgalskonungur|Miguel 1. Portúgalskonungi]]. Pedro fæddist í [[Lissabon]] og var fjórða barn [[Jóhann 6. Portúgalskonungur|Jóhanns 6. Portúgalskonungs]] og drottningar hans, [[Karlotta Joaquina af Spáni|Karlottu]], og þar með meðlimur [[Braganza-ætt]]ar. Þegar Frakkar réðust inn í Portúgal árið 1807 flúði Pedro ásamt fjölskyldu sinni til stærstu og ríkustu nýlendu Portúgals, [[Brasilía|Brasilíu]].
 
Árið 1820 braust út bylting í Lissabon og faðir Pedros neyddist því til að snúa heim til Portúgals í apríl næsta ár.<ref name="Cronologia">[http://bndigital.bn.br/djoaovi/cronologia.html ''Cronologia Período Joanino''] {{Cite web|url=https://web.archive.org/web/20120112091524/http://bndigital.bn.br/djoaovi/cronologia.html |date=12 January 2012 }}. Fundação Biblioteca Nacional, 2010. In Portugal.</ref> Á meðan var Pedro gerður að ríkisstjóra í Brasilíu og þurfti að kljást við byltingarsinna og óhlýðna portúgalska hermenn. Þegar portúgalska ríkisstjórnin gerði sig líklega til þess að svipta Brasilíu pólitísku sjálfstæði sem nýlendan hafði notið frá árinu 1808 óx óánægja meðal Brasilíumanna með samband ríkjanna. Pedro stóð með Brasilíumönnum og lýsti yfir sjálfstæði ríkisins frá Portúgal þann 7. september 1822.<ref>Barman, Roderick J. (1988). Brazil: The Forging of a Nation, 1798–1852. Stanford, California: Stanford University Press, bls. 96.</ref><ref>Sousa, Otávio Tarquínio de (1972). ''A vida de D. Pedro I''. 2. Rio de Janeiro: José Olímpio, bls. 31.</ref> Þann 12. október var hann krýndur keisari Brasilíu og í mars 1824 hafði hann sigrað alla heri sem enn voru tryggir portúgölsku stjórninni. Fáeinum mánuðum síðar sigraði Pedro Miðbaugssambandið (''Confederação do Equador'') svokallaða, uppreisn aðskilnaðarsinna í norðausturhluta Brasilíu.