„Kannabis“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
nokkrar orðalagsbreytingar
Lína 48:
Þrátt fyrir skiptar skoðanir hafa sum lönd nú leyft mönnum að eiga kannabis til einkanota (oft án þess að leyfa sölu þess) og er hugsunin ekki hvað síst að menn geti notað það í lækningaskyni. Meðal þessara landa eru Spánn, Portúgal og Ástralía. Á Englandi eru menn ekki lengur handteknir fyrir að eiga lítið magn af kannabis þar sem lögreglan telur sig ná betri árangri með því að einbeita sér að sterkari efnum. Þrátt fyrir það geta menn búist við sektum ef lögregla finnur kannabisefni á þeim.
 
Kannabis er ólöglegt í mörgum löndum en afglæpavæðing smárra skammta hefur þó víða átt sér stað. Í Bandaríkjunum er kannabis í lækningaskyni leyfilegt í nokkrum29 ríkjum og leyft í 9 ríkjum <ref>[https://www.bbc.com/sport/basketball/43836214 Cannabis and sport: NBA winner Matt Barnes 'smoked before games'] BBC. Skoðað 31. maí, 2018.</ref>. Árið 2017 voru kannabislög væg í löndum eins og Ástralíu, Bangladess, Kambódíu, Kanada, Síle, Kólumbíu, Kosta Ríka, Tékklandi, Þýsklalandi, Indland, Jamaíka, Mexíkó, Hollandi, Portúgal, Spáni, Suður-Afríku og Úrúgvæ, ásamt einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Ströngustu lögin eru í Kína, Egyptalandi, Frakklandi, Indónesíu, Japan, Malasíu, Nígeríu, Noregi, Filippseyjum, Póllandi, Sádí-Arabíu, Singapúr, Suður-Kóreu, Tælandi, Tyrklandi, Úkraínu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Víetnam.
 
== Tenglar ==